Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 7
STEFÁN JASONARSON, FORM. ÞRASTASKÓGARNEFNDAR UMFÍ: Dýrmæt eign ungmenna- félaga Hinn mikilhæfi athafnamaður, ^ryggvi Gunnarsson, sýndi ung- mennahreyfingunni mikla vinsemd og mikið traust, er hann gaf Ung- mennafélagi íslands Þrastaskóg. Þessi fagri lundur, sem klæddur er fjölbreyttum gróðri ogíslenzkabjörk- in skipar öndvegið, en blágresi, berja- ling og annar lággróður fyllir uppí, þar sem björkin er ekki einráð í gróðurbeðinu, liggur meðfram Sog- inu og Álftavatni. Landslag í Þrasta- skógi er með afbrigðum vinalegt og flölbreytt. Þar skiptast á skjólgóðir hvammar, hraunbollar, hæðir og brekkur. Handan við Sogið rís Ing- ólfsfjall og setur sinn svip á umhverf- ið, er það speglast dimmblátt á síð- kvöldum, í spegilsléttu Soginu. Fyrr á árum var starfrækt sumar- gistihús í Þrastaskógi. Það bar nafn- ið ÞRASTALUNDUR. Reisulegt hús, vel um gengið og vinsælt af ferða- mönnum er leið áttu um þjóðveginn, sem þar er skammt frá, allmikið not- að til mannfunda ýmiskonar. M.a. SKINFAXI Stefán Jasonarson. voru ársþing U.M.F.Í. háð þar öðru hvoru. í síðari heiimsstyrjöldinni var Þrastalundur hersetinn af erlendu setuliði og lauk hersetunni á þann veg að húsið brann til kaldra kola, á hernámsárunum. Mörgum þótti skarð fyrir skyldi er Þrastalundur var horfinn, en rústir einar, þar sem áður var reisulegt hús. -----— Og árin liðu, án þess að nokkuð væri aðgert í þessu efni. En inní skóginum átti skógarvörðurinn, Þórður Pálsson, sumarbústað. Undir stjórn skógarvarðarins komu ung- mennafélagar úr nágrannabyggðum, saman í Þrastaskógi og gróðursettu trjáplöntur í allstórum stíl á hverju vori. Og á flötinni inn við Tryggva- tré voru öðru hvoru haldnar samkom- ur á vegum ýmissa félagasamtaka. Voru þær vel sóttar og vinsælar. Þannig liðu árin. Þrastaskógur var vinsæll staður, vegna fegurðar og fjölbreytni, en forráðamönnum U.M. F.í. var það vel Ijóst, að æskileg fram- 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.