Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1966, Side 17

Skinfaxi - 01.12.1966, Side 17
frjálsíþróttamótið er knattspyrna milli Mýrarsýslu og Borgarfjarðar- sýslu. Þá var að þessu sinni fenginn að glímuflokkur til að sýna íþrótt sína, í því skyni að örva hemamenn í þeirri grein. UMSB stóð að sumarbúðum í Reykholti, en þáttaka innan héraðs var frekar dræm. Guðmundur Sigurðsson, form. XJMSB. Sambandið efndi nú í fyrsta sinn til bikarkeppni í knattspyrnu á svæð- inu, og tóku þrjú lið þátt í henni. Sig- urvegarar urðu Umf. Þrestir. Eitt fé- lag á sambandssvæðinu, Umf. Skalla- grímur, tók í 3.-deildarkeppni KSÍ °g sömuleiðis í bikarkeppni Körfu- knattleikssambandsins. íþróttasvæði UMSB að Varmalandi er því miður ekki komið í nothæft ástand ,en vonandi stendur það til bóta, því heita má, að enginn íþrótta- völlur sé á sambandssvæðinu, og fara íþróttamót því ennþá fram á Hvíár- bökkum. Loks má geta þess, að yfir standa örnefnamerkingar á vegum sam- bandsins. Ársbing. 44. þing UMSB var haldið að Kleppjárnsreykjum 24. apríl s.l. Full- trúar voru 31 frá 10 félögum. Sigurð- ur Guðmundsson skólastjóri, stjórn- armaður UMFÍ, sat þingið sem full- trúi UMFÍ. I UMSB eru nú 603 skatt- skyldir félagar í 11 ungmennafélög- um. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar fyrir 1966 eru kr. 100.000,00. Guð- mundur Sigurðsson, kennari í Borg- arnesi var endurkjörinn formaður sambandsins, en aðrir í stjórn eru: Jón F. Hjartar ritari, Friðjón Árna- son gjaldkeri, og Bjarni Helgason og Sigurður Guðmundsson meðstjórn- endur. SUNDMÓT UMSB 1965 KARLAR: 100 m. frjáls aðferð, keppendur 3. Þorvaldur Jónsson, R 1:18.0 mfn. 200 m. bringusund, keppendur 15. Eiríkur Jónsson, R 3,31,5 mín. 100 m. baksund, keppendur 6. Þorvaldur Jónsson, R 1:41,1 mín. 800 m. frjáls aðferð, keppendur 3. Þorvaldur Jónsson, R 13:46,8 mín. 4x50 m. frjáls aðíerð, 4 sveitir. Sveit U.M.F. Reykdæla 2:32,8 mín. KONUR: 100 m. frjáls aðferð, keppendur 4. Björg Kristófersdóttir, St. 1:27,8 mín. 100 m. bringusund, keppendur 13 Anna Böðvarsdóttir, H 1:45,9 mín. 17 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.