Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1966, Side 26

Skinfaxi - 01.12.1966, Side 26
Á Alþingi 1965 voru samþykkt lög- um opin- bera styrkveitingu til félaga, sem fást við leiklist. Þar sem leiklistin er þáttur , starfi margra ungmennafélaga, munu þau geta orðið aðnjótandi styrkja samkvæmt þessum lögum, og þess vegna birtum við þau hér í heild: l.gr. Félög sem koma til greina við veit- ing styrks samkvæmt lögum þessum, skulu fullnægja skilyrðum í A-,B- eða C-flokki hér á eftir: A-flokkur: 1. að sýna a.m.k. tvö leikrit á ári, sem hvort um sig sé fullkomin kvöldsýning, 2. að fullgildur leikstjóri setji leik- ritið á svið, 3. að félagið hafi ráð á húsnæði og sviðbúnaði, sem nægi til sýninga á þeim leikritum, sem valin eru til flutnings. 4. að sýnandi leikrits sé félag, sem eingöngu fæst við leiklist og ver ágóða, sem verða kann af sýning- um, eingöngu til leikstarfsemi sinnar. B-flokkur: 1. að sýna a.m.k. eitt leikrit á ári sem sjálfstæða sýningu og sé það fullkomin kvöldsýning eða styttri leikrit með öðru menningarlegu efni, svo sem upplestri, söng, hljóðfæraslætti o.fl. C-flokkur: 1. að sýna a.m.k. eitt leikrit á ári, sem sérstaklega er ætlað börnum og sé fullgild sýning. Tala leikrita hér að framan miðast einungis við leikrit, sem frumsýnd hafa verið á leikárinu, en leikrit, sem haldið er áfram sýningum á frá fyrra leikári, teljast eigi með. 2. gr. Ef tekin eru til sýningar ný íslenzk leikrit eða íslenzkt leikrit, sem eigi hafa áður verið sýnd á leiksviði, er heimilt að greiða vegna þeirra sér- stakan aukastyrk af fé því, sem veitt er í fjárlögum hverju sinni til leik- starfsemi samkvæmt nánari ákvörð- un menntamálaráðuneytisins. Auk þess er heimilt að styrkja sérstaklega sýningar á öðrum íslenzkum leikrit- um. 3. gr. Stefnt skal að því, að leikrit, sem sýnd eru á vegum félaga, sem styrks njóta samkvæmt lögum þessum, séu menningarlegs eðlis, en eigi sýnd ein- göngu eða fyrst og fremst til fjár- öflunar. , 4. gr. ,Félög, sem styrk njóta samkvæmt lögum þessum, skulu senda mennta- málaráðuneytinu fyrir 1. júní ár hvert endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning fyrir þann þátt 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.