Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Síða 30

Skinfaxi - 01.12.1966, Síða 30
3. Þáttökulið hvers svæðis keppi innbyrðis. Æskilegt er í undankeppn- inni, að öll liðin á hverju svæði leiki saman. Verði þátttaka hinsvegar mik- il, getur orðið nauðsynlegt að fram fari útslálttarkepphi. Ákvörðun um þessi atriði yrði tekin, þegar þátt- tökutilkynningar hafa borizt. 4. Tvö efstu lið hvers svæðis fari í úrslit. Þau sex lið, sem þá eru eftir keppi síðan saman tvö og tvö, að undangengnu hlutkesti. Vinningslið- in mæti til úrslitakeppni á landsmót- inu, en hin þrjú fái 5 stig hvert. 5. Á landsmótinu fari fram 3 leikir í hverri grein hópíþrótta. Stig verði reiknuð þannig, að fyrir fyrsta sæti verði gefin 14 stig, annað sæti 11 stig og þriðja sæti 7 stig. 6. Nefndin leggur til, að nefnd sú, er hefur fjallað um hópíþróttir á landsmótum starfi áfram og sjái um endanlega svæðaskiptingu. Á sama hátt ráði nerndin leikstjóra í hverri grein hópíþrótta. Skulu þeir sjá um framkvæmd keppninnar til loka. Leikstjórar þessir skulu ráðnir í samráði við landsmótsnefnd. Starfsíþróttir 1. Lagt á borð og blómaskreyting. 2. Þríþraut. 3. Jurtagreining. 4. Dráttarvélarakstur. ö.Gróðursetning trjáplantna. 6. Búfjárdómar: a) Nautgripadóm- ar, b) Hrossadómar. 7. Netahnýting. 8. Beitning úr stokki. Almennt um landsmótið Mótið hefjist með myndarlegri skrúðgöngu íþróttamanna, framkv.- 30 stjóra mótsins og forystumapna hér- aðssambanda UMFÍ. Lögð verði á- herzla á, að keppendur mæti í sam- stæðum íþróttabúningum og gangi undir merki síns sambands. Mótið sé með sem mestum menn- ingarblæ og sem fjölþættast, og sýni þannig störf félaganna í sem ríkust- um mæli og einkum austfirzkt fé- lagslíf og héraðs. Leiksýning fari fram og söngur. Efnt verði til kvöldvöku. Vandað sé sem mest til hátíðadagskrár seinni mótsdaginn, svo sem val ræðumanna, guðsþjónustu og fleira. Beri framkvæmdanefnd þeissi at- riði öll undir UMFÍ og UÍA með að m.k. 3ja mánaða fyrirvara. Leitast sé til að gera undirbúning mótsins sem víðtækastan, að það verði sem al- mennast átak félaganna og verði prófsteinn á starf sem allra flestra einstaklinga og gefi þeim tækifæri til þess að sýna félagslegan þroska og manndóm. Fr jálsíþróttaþáttur Framhald af bls. 11. hreyfing miðar að því að snúa efri hluta líkamans í áttina að þeim hluta stökkgryfjunnar, sem fjær er upp- stökksstaðnum, og lyfta þannig seinni fætinum yfir rána (mynd 2). Nákvæm athugun og skilgreining á stökkstíl beztu sovézku hástökkv- aranna (sem árum saman hafa notað þessa aðferð) sýnir, að þetta eru eng- in ný sannindi, eins og sumir halda. (Tom Ecker, frjálsíþróttaþjálf- ari Western Kentucky State Collega, Bandaríkjunum). SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.