Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 11
Stefán Jasonarson úr þessari fyrstu ferð minni um Fljótsdalshérað, viðtal, er ég átti við tvo unglingspilta, um málefni ung- mennafélaganna. Þeir höfðu eitthvað heyrt talað um Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, en vissu ekki hvað sá félagsskapur hafði á stefnuskrá sinni né hverjir væru þar forustumenn. Ekki vissu þeir heldur að ársþing sambandsins væri haldið þessa dagana eða að 13. landsmót U.M.F.Í. væri ákveðið að Eiðum 1968. ,,Það væri gaman að gerast ung- mennafélagi“, sögðu þessir myndar- legu ungu menn, eftir að þeir höfðu fengið svalað mestu forvitni sinni og litið yfir þau ungmennafélagsrit sem ég gaf þeim að skilnaði. Það var áhugaglampiim í augum þessara ungu manna, sem mér verð- ur minnisstæðastur úr þessari ferð. Á þessari stundu skildi ég fyllilega ummæli austfirska æskulýðsleiðtog- ans, sem sagði ekki alls fyrir löngu á ungmennafélagssamkomu, þegar i’ætt var um þá ákvörðun U.Í.A. að taka að sér 13. landsmót U.M.F.l. Hann sagði m. a.: ,,------Okkur var ljóst að við höfum ekki sinnt á- hugamálum æskunnar sem skyldi. — Við vöknuðum við þann vonda draum að austfirsk æska hafði að hálfu leyti alist upp ofaní síldartunnu." Hér var að vissu leyti talað líkinga- mál, jafnvel gamanmál. En góðir til- heyrendur — Hér var alvara á ferð. um. Austfirsk æska var að ánetjast síld- inni, uppeldi hennar og áhugamál voru í hættu. — Enginn skildi halda að ég ætl- aði hér að fara að andmæla síldveið- um eða tala illa um síldina. Sízt sæti á sunnlenzkum bónda, sem aldrei hef- séð síldarbræðslu að störfum né á síldveiðibát komið, að dirfast slík fá- sinna. Ég met síldina mikils, enda hefi ég grun um það að hún sé félags- lyndur fiskur með afbrigðum og vitur er hún að sögn a. m. k. í samanburði við þorskinn, sem lætur veiða sig í net og gleypir jafnvel beran og beitu- lausan öngulinn, aðeins ef hann glampar í sjónum sem girnileg tál- beita. — En síldin er ekkert að gera „hosur sínar grænar“ uppvið land- steina um þessar mundir, en bíður róleg átekta austurí hafsauga og gef- ur nýjustu veiðitækni nútímans „langt nef“. Og góð er hún blessuð, eftir að austfirskar ungmeyjahendur hafa kryddað hana ofaní kúta og uppáhaldsmatur á margra matborði. En þótt síldin sé fagur fiskur og vitur og hafi malað gull okkur Islend- ingum til handa að undanförnu, þá megum við ekki miða okkar velferð við síldveiðar fyrst og fremst, mann- gildi æskunnar er mörgum sinnum meira virði. Fyrir 4 áratugum var íslenzka þjóðin fátæk þjóð. Nú hefur hún rétt úr kútnum og kallast auðug þjóð, SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.