Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 19
sjónir ungmennafélaganna og tengdust þeim. Fyrrgreindur félagsmálaskóli væri þannig uppbýggður, að þar væri minnst um árs nám að ræða, þannig, að fyrst færi námið fram í skólanum yfir veturinn en síðan yrði nemandinn þjálfaður sem leiðbeinandi á sumardvalarheimili næsta sumar. Með slíkum félagsmálaskóla og slíku starfi yrði leitast við að glæða ennþá meira hinn félags- lega anda, sem ungmennafélögin verða að ala í mjög ríkum mæli, ef þau eiga að halda sínu aðalsmerki. Útbreiðslustarfsemi UMFÍ kanni þegar í stað möguleika fyrir því að héraðssamböndin og ein- stök félög verði aðilar að mjög víð- tækri útbreiðslustarfsemi bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi. Hljóðvarps- háttinn mætti t. d. hafa í svipuðu tormi og kaupstaða- og sýslukeppnir hafa áður verið. Sjónvarpsþættir yrðu gerðir um starfsemi félaganna, °g jafnvel byggðir upp sérstakir þættir þar sem félögin legðu ýmislegt af mörkum. Uppbygging slikra þátta væri vissulega mjög þroskandi við- fangsefni og jafnhliða eitt mesta út- breiðslutæki sem nútíma þjóðfélag hefur upp á að bjóða. Með samstilltum vilja ungmenna- fólaganna í landinu til þess að byggja LlPP slika hljóðvarps- og sjónvarps- áagskrá nær hreyfingin á mjög virk- an hátt inn á öll heimili í landinu, og bá getur þjóðin öll fylgzt með því sterfi og þeim verkefnum og hug- sjónum sem ungmennafélögin eru byggð á. SKINFAXI 25. þing UMFÍ. Framh. af 6. síðu ingaskála UMFÍ, Þrastarlundi í Þrast- arskógi. Sambandsstjóri sr. Eiríkur J. Ei- ríksson kvaddi sér hljóðs og þakkaði það mikla traust sem honum hefði verði sýnt með því að kjósa hann forseta hreyfingarinnar enn á ný, en nú mundi senn líða að því að hann léti af þeim starfa. Þá flutti sr. Eirík- ur Ármanni Péturssyni þakkir fyrir gott samstarf og mikið starf er hann hefur látið UMFl í té. Sambandsstjóri flutti fundarmönnum þakkir svo og starfsmönnum þingsins. Ármann Pét- ursson flutti þakkir samstarfsmönn- um og flutti árnaðaróskir samtökun- um til heilla. Jón Guðmundsson 2. þingforseti flutti þakkir til fundarmanna. 1. þingforseti gaf Hafsteini Þorvalds- syni orðið er flutti Ármanni Péturs- syni þakkir fyrir samstarf þeirra einkum þó, hans miklu vinnu í sam- bandi við endurreisn Þrastaskógar. Guðmundur Sigurðsson flutti þakkir fyrir hönd þingheims vegna allra þeirra fyrirgreiðslna er fulltrú- ar hefðu hlotið á þessu þingi. 1. þingforseti Stefán Jasonarson flutti því næst þakkir til starfsmanna þingsins og allra fundarmanna og þá fyrst og fremst fráfarandi stjórn fyr- ir frábærlega vel undirbúið þing; hús- ráðendum öllum og gestgjöfum. Ósk- aði Stefán þess að í Þrastariundi mætti ungmennafélagshreyfingin dafna á ókomnum árum. Þá óskaði Stefán fundarmönnum góðrar heim- ferðar og sleit 25. sambandsþingi UMFÍ. 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.