Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 27
Samþykkíír...
Framh. af 9. síðu
tekjustofn fyrir sambandið. 1 því
sambandi verði nú þegar leitað til Al-
þingis og ríkisstjórnar um næg fjár-
framlög í þessu efni.
3.
25. sambandsþing IJMFÍ vill fyrir sitt
leyti taka undir nefndarálit Þrastar-
skógarnefndar um að halda beri á-
fram uppbyggingu í Þrastarskógi eft-
ir því, sem fjárhagur leyfir og felur
væntanlegri sambandsstjórn að
kanna þær fjáröflunarleiðir, sem þar
er bent á.
4.
25. sambandsþing UMFl leggur á-
herzlu á, að íþróttanefnd ríkisins
verði gert fært að sinna hlutverki
sínu um fjárframlög til leiðbeininga
og útbreiðslu íþrótta og verði aukin
framlög til íþróttasjóðs af hálfu hins
opinbera, jafnframt því sem létt verði
af sjóðnum mannvirkjagerð, sem
varða afnot skóla að mestu leyti.
Eftirfarandi tillaga frá Sigurði
Helgasyni var einnig samþykkt:
25. sambandsþing UMFÍ ákveður
að leiktími í hópíþróttum á 13.
Landsmóti UMFl að Eiðum 1968
verði, sem hér segir:
I handknattleik kvenna 2x10 mín.
1 knattspyrnu 2x30 mín.
I körfuknattleik karla 2x15 mín.
Því næst voru reikningar sam-
bandsins fyrir 1965 og 1966 bornir
undir atkvæði og samþ. samhljóða.
skinfaxi
27