Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 26
það Iþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi, sem stofnað var í fyrravetur. Gestur Guðmundsson sambandsformaður setti þingið. Þingforsetar voru Sigurður Geirdal og Jón M. Guðmundsson, og ritarar Björgvin Guðmundsson og Guðmundur Þórðarson. Formaður sambandsins og framkvæmda- stjóri þess Sigurður Skarphéðinsson fluttu skýrslur yfir starfsemi sambandsins á árinu, sem var með mesta móti. Tekin var upp keppni í nýjum greinum, fyrir forgöngu sambandsins. Sambandið réði framkv.stj. á síðasta sumri, sem gaf góða raun, og var ákveðið á þing- inu að ráða framkv.stj. á næsta ári. Aðal- mál þingsins voru íþróttamálin, og var lögð áherzla á að senda þátttakendur á næsta landsmót í sem flestum greinum iþrótta og starfsíþrótta. Þá var mikið rætt um fjár- hagsmálin, sérstaklega með tilliti til ráðn- ingu framkv.stj. og í þeim efnum var ákveð- ið að leita til bæja- og sveitastjórna á sam- bandsvæðinu um framlag sem svaraði laun- um hans, þvi starf hans kæmi til með að virka inn í öll sambandsfélögin i umdæm- inu. Stjórn sambandsins er þannig skipuð: Formaður Gestur Guðmundsson Kópavogi, varaformaður Þórir Hermannsson. Aðrir í stjórn: Sigurður Skarphéðinsson, Birgir Guð- mundsson, Stefán Ágústsson, Jón Tryggva- son, Hallgrímur Sigurðsson. Glímusamband Islands og sjónvarpið hafa að undanförnu átt viðræður um glímukeppni í sjónvarpinu. Sjónvarpið óskar eftir að hér verði um sveitakeppni að ræða — fimm manna sveitir — og hefur Glímusambandið fallist á það fyrirkomulag og ennfremur, að þeir aðilar, sem þátt taki í keppninni verði eftirtaldir sjö aðilar: Vestfirðingafjórðung- ur, Norðlendingafjórðungur, Austfirðinga- fjórðungur og Sunnlendingafjórðungur og Reykjavíkurfélögin: Ármann, K.R. og Vík- Sjónvarpið hefur ákveðið að gefa verð- launagrip til keppninnar, það mun einnig greiða ferðakostnað glímumanna. Glímusambandið leggur áherzlu á, að þeir glímumenn einir, sem eru í góðri æfingu, komi til greina sem þátttakendur, og hafi þeir að baki sér a. m. k. 15 æfingar eða æfingatíma á þessum vetri. Glímusambandið hefur i hyggju að skipa trúnaðarmenn í hverjum fjórðungi og í Reykjavík og skulu þeir sjá um, að settum skilyrðum sé framfylgt við val i hverja sveit t. d. varðandi glímuhæfni og æfingu, og að glimukennarar fylli út æfingarskrár, svo hægt verði að fylgjast með hvernig hver og einn hefur stundað æfingar. Reglugerð verður samin fyrir þessa keppni og verður hún send öllum aðilum. Æskilegt er að fjórðungsglímunum verði hraðað eftir því sem kostur er, svo þær geti orðið eins- konar útökumót fyrir þessa væntanlegu sveitaglímukeppni sjónvarpsins. Það eru tilmæli Glímusambandsins, að stjórnir glímuráðanna (héraðssambandanna) taki þetta mál til athugunar og hvetji glímumenn innan sinna vébanda til æfinga. Við þurfum að vera samtaka um, að þessi glímukeppni i sjónvarpinu takist vel og verði íþróttinni til framdráttar og glímu- mönnum til sóma. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.