Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1968, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.02.1968, Qupperneq 5
um við að verða að ganga á bak orða okkar, en við höfðum jafnan talið, að okkur legðist hér eitthvað til sem í öðru. En, málið leystist á mjög ein- faldan hátt og með nærtækum starfs- kröftum. Formaður UlA, Kristján Ingólfsson skólastjóri á Eskifirði velti þessu ekki lengi fyrir sér, heldur settist niður og skrifaði handritið. Fyrir ára- mótin í vetur var það tilbúið til at- hugunar. Hlaut það náð fyrir augum þeirra, sem fengnir voru til yfirlesturs. Handritið fjallar um Una danska, en hann nam land á Héraði, og þar með staðinn, sem landsmótið fer fram á í sumar. Leikfélag Neskaupstaðar hefur tek- ið að sér flutnings þessa leiks. Er þar með af okkur létt þeim áhyggjum, sem þetta atriði olli um tíma. Karlakór Fljótsdalshéraðs æfir söng af kappi, þegar mögulegt er vegna ó- veðurs og ófærra vega. Hann mun syngja.fyrir okkur, svo sem ég hef áð- ur minnst á. Sitthvað fleira er á döf- inni sem ég vil ekki fullyrða nú. Hér hef ég ekki tíundað neitt, sem ekki hefur verið minnst á áður að fram skuli fara á mótinu. En ég vil með þessum línum undirstrika, að undir- búningur er í gangi, þó að um það megi svo deila, hvort hann sé í fullum gangi. Virðist ekki ástæða til að ætla, að neitt þurfi að strika út af þeim atrið- um, sem upphaflega var áformað að þar færu fram. Vil ég svo í lok þessa spjalls óska öllum, sem vinna að þátttöku í 13. landsmóti, góðs gengis. f.h. landsmótsnefndar Björn Magnússon. Dagskrá 13. LANDSMÓT UMFÍ AÐ EIÐUM 13. OG 14. JÚLÍ 1968 Föstudagur 12. júlí: 20.00 Fundur með flokksstjórum íþróttahópanna og starfsmönn- um mótsins. I.augardagur 13. júlí: 8.00 Vakið. — Morgunverður. 9.00 Hópganga til íþróttavallar. Fánar dregnir að hún: Fjölda- söngur. 9.15 Mótið sett. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR OG KNATTLEIKIR: 9.30—12.00 100 m hlaup karla (undanr). 100 m hlaup kvenna (undanr). 1500 m hlaup karla (undanr). Kúluvarp kvenna. Kringlukast karla. Hástökk kvenna. Langstökk karla. Spjótkast kvenna. 10.00 Körfuknattleikur karla. (2x15 mín.). 11.00 Knattspyrna (2x30 mín.). 11.00 Handknattleikur kvenna. (2x15 mín.). 12.00—14.30 Matarhlé. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.