Skinfaxi - 01.02.1968, Síða 7
BÖÐVAR
STEFÁNSSON
Kvöldvökur
að Borg
Hinn 19. febrúar 1966 var félagsheimili
Grímsnesinga vígt og hlaut nafnið
BORG, svo sem hið gamla samkomu-
hús frá 1929 hafði heitið. Við þetta
taskifæri gerði undirritaður grein fyrir
hugmynd, er rædd hafði verið í hús-
nefnd félagsheimilisins, en hún var á
þá leið, að leitað skyldi áskrifenda eða
styrktarfélaga að 6 samkomum á ári,
þar sem áherzla væri lögð á vandað og
fjölbreytt efni en aðgangseyri stillt í
hóf.
Undirtektir samkomugesta voru svo
góðar, að augljóst var, að hér var bet-
ur af stað farið, en heima setið og var
fyrsta kvöldvakan ákveðin 13. marz.
Alls urðu styrktarfélagar 105 og var
þeim gert að greiða kr. 500,00 fyrir
aðgang að sex kvöldvökum. Lausaverð
aðgöngumiða var ákveðið kr. 100 fyrir
fullorðna, en kr. 50 fyrir börn og ung-
linga, og hefur svo haldizt, nema um
meiri háttar dagskrá hafi verið að
ræða.
Því er ekki að leyna, að fyrstu kvöld
vökunnar var beðið með nokkurri ó-
vissu, þrátt fyrir hinar ágætu undir-
tektir. En skemmst frá að segja, hafa
kvöldvökurnar undantekningarlaust
heppnast mjög vel. Þær hafa allar ver-
ið vel sóttar (150—250 manns), og af
fólki á öllum aldri. Meðan dagskrár-
atriði fara fram, er stólum raðað eins
og gerist við leiksýningar, en að lok-
inni dagskrá eru borð tekin fram og
flestir kaupa sér kaffi með heimabök-
uðu kaffibrauði, sem kvenfélagið sel-
ur á hóflegu verði. Síðan er dansað í
um það bil einn og hálfan tíma, oft af
miklu fjöri. Oft er það einn maður,
sem leikur á harmoniku, en stundum
er meira í lagt.
Samkomur þessar eru að sjálfsögðu
mest sóttar af Grímsnesingum, en þó
alltaf meira og minna af fólki úr allri
sýslunni. Áfengis hefur ekki gætt og er
það að vísu sjálfsagt, en þó lofsvert.
Þeir, sem sækja kvöldvöku í fyrsta
sinn, veita því líklega fyrst athygli
hversu mikið af börnum og unglingum
sækir þessa samkomu ásamt fullorðnu
fólki. Áherzla er lögð á það, að kyrrð
sé á áhorfendabekkjum meðan dagskrá
fer fram, og að mínum dómi eru börnin
ekki síðri fullorðna fólkinu um góða
hegðun meðan á dagskrá stendur. —
Þetta er ákaflega mikilvægt, svo að
æskileg tengsl skapist milli flytjenda
dagskrár og þeirra er á hlýða. Hvern-
ig er þá dagskránni háttað? Oftast er
um blandað efni að ræða, fyrirlestur
með skugamyndum, einsöng, kvartett-
söng, kórsöng, upplestur, danssýning-
ar, hljóðfæraleik, getraunir, þjóðdansa.
Af fyrirlesurum má nefna Bjarna
Bjarnason, fyrrv. skólastj. Laugar-
vatni, próf. Þórhall Vilmundarson, dr.
SKINFAXI
7