Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1968, Page 11

Skinfaxi - 01.02.1968, Page 11
Skýrsla félagsheimilisins Aratungu i Biskupstungum 1967 Fundir 29 Opinberir dansleikir 10 Aðrar skemmtanir með dansi 5 Tónleikar og leiksýningar 6 Kennsla og æfingar 70 Leikfimikennsla barnaskólanna 23 Barnaskemmtanir 5 Spilakvöld og kvöldvökur 12 Erfisdrykkjur og veitingar fyrir ferðamenn 13 Hreppsnefndarfundir 10 Konur v. vinnu í eldhúsi 21 Glímumót 1 Ýmsar samkomur 5 Samtals 210 Samkomurnar sóttu alls 12500 manns. í Félagsheimili Hrunamanna fór fram íþrótta- kennsla barna- og unglingaskólans og í Ara- tungu handavinnukennsla skólabarna, og er þetta ekki talið með í skýrslunum. í báðum húsunum er bókasafn til húsa, og í Aratungu er símstöð fyrir Biskupstungur. I ýmsum fleiri atriðum er ekki fullkomið samræmi í þessu yfirliti, svo að hæpið er að gera samanb. á starfseminni í þessum tveim- ur húsum samkvæmt því, enda er það ekki hugmyndin með þessu. Hins vegar vona ég, a ðþetta geti gefið nokkra hugmynd um þá starfsemi, sem fer fram í félagsheimilunum. A. K.“ Ungmennasamband Dalamanna í UMSD eru 8 félög, en sum þeirra hafa starfað lítið eða ekkert undanfarin ár. — Onnur hafa starfað vel og náð góðum ár- angri. UMSD heldur héraðsmót árlega og taka flest félögin þátt í því. Umf. Dögun á Fellsströnd hefur unnið stigakeppnina á hér- aðsmótinu í mörg ár enda hefur starfsemi félagsins verið góð árum saman og er enn. Formaður félagsins er Guðmundur Agnar Guðjónsson, Harrastöðum. Þrjú af félögunum hafa verið að byggja fé- lagsheimili nú á síðustu árum, þ. e. Umf. Stjarnan, Umf. Dögun og Umf. Ólafur pá. Frá HSÞ Mánudaginn 11. marz sl. boðaði stjórn HSÞ til fundar að Laugum með formönnum sam- bandsfélaganna og fleiri gestum. Mættir voru formenn frá öllum félögunum að einu undan- skildu. Formaður HSÞ Óskar Ágústsson setti fundinn og talaði meðal annars um starf- semi sambandsins á siðasta ári, verkefnin á þessu ári og fleira. Verður nú rakið það helzta sem kom fram á fundinum. Haldinn voru 5 íþróttamót á sambands- svæðinu, ennfremur tók HSÞ þátt í 9 íþrótta- mótum utan héraðs. Sett voru 13 héraðsmet, þar af 1 íslandsmet í 4x100 m. boðhlaupi kvenna, 53,2 sek. Þátttakendur í íþróttamót- um voru 225. Knattspyrna var mikið stunduð á félagssvæðinu. Völsungur og Mývetningur tók þátt í III. deildar keppni KSÍ. Lið frá HSÞ tók þátt I undankeppni landsmóts UMFI og sigraði í sínum riðli og keppir til úrslita á landsmótinu í sumar. Ennfremur var sent lið á Norðurlandsmót í knattspyrnu. Hand- knattleikur var lítið stundaður nema á Húsa- vík og kepptu þeir fyrir HSÞ í undankeppni fyrir landsmót UMFÍ. Skíðaíþróttin er lítið stunduð á sambandssvæðinu nema á Húsa- vík, en þar er mjög mikill áhugi fyrir henni og voru haldin mörg skíðamót, meðal annars sáu Völsungar um skíðamót Norðurlands. Mikill áhugi var á sundíþróttinni og hald- ið var héraðsmót í sundi, ennfremur var hand knattleikur stundaður á sambandssvæðinu. Haldið var bindindismannamót í Vaglaskógi ásamt fleiri aðilum, og tókst það mjög vel. Tvö sambandsfélög áttu merkisafmæli á ár- inu, íþf. Völsungur varð 40 ára og Umf. Ein- ing Bárðardal átti 75 ára afmæli. Þá voru rædd framtíðarverkefni. Rætt var um að halda leiðbeininganámskeið að Laug- um í vor og sagði formaður að komið hafi fram beiðni frá héraðssamböndum á Norð- urlandi, að fá að taka þátt í námskeiði þessu. Þá var rætt um undirbúning fyrir lands- mótið og verður þeim undirbúningi haldið áfram. Ennfremur kom fram mjög mikil ó- ánægja með það hvað landsmótið er haldið seint og töldu margir að það mundi sennilega SKINFAXI n

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.