Skinfaxi - 01.02.1968, Side 12
draga úr þátttöku. Þá var rætt um að koma
á námskeiði fyrir börn og unglinga á sam-
bandssvæðinu með sama sniði og í fyrra, en
það námskeið heppnaðist mjög vel. Gjald-
keri sambandsins Arngrímur Geirsson gaf
yfirlit yfir fjárhag HSÞ, og kom fram að
hann er betri en í fyrra. Gjöld og tekjur
stóðust að mestu á og námu um kr. 300,000,00
Margt fleira var rætt á fundinum, m.a. um
útgáfu ársrita HSÞ og fl. Dvöldu menn í góðu
yfirlæti við raunarlegar veitingar á heimili
formanns t.il kl. 1,30 er fundi var slitið.
(Frá fróMaritara)
Héraðsþing Skarphéðins
Héraðsþing Skarphéðins, hið 46. í röðinni,
var haldið að Borg í Grímsnesi dagana 27.
og 28. janúar sl. Þingið sátu auk stjórnar
HSK og margra gesta 57 fulltrúar frá 21
sambandsfélagi.
Forsetar voru kjörnir þeir Stefán Jasonar-
son og Böðvar Pálsson og ritarar Arnór Karls-
son og Þorsteinn Runólfsson.
Arsskýrsla var að þessu sinni gefin út
prentuð, og er sú útgáfa mjög vönduð og
prýdd mörgum myndum. í ávarpi er þess
getið, að ástæðan sé einkum sú, að Héraðs-
sambandið hafi á sl. ári notið allmikilla
og voru haldin mörg skíðamót, meðal annars
og konu hans, Sigrúnu Bjarnadóttur, til heið-
urs. Akveðið er, að Héraðssambandið láti
mála mynd af frú Sigrúnu sem þakklætis-
vott fyrir hennar þátt í lifsstarfi manns síns.
HSK hefur rekið sumarbúðir að Laugar-
vatni sl. tvö ár. Á sl. sumri voru haldin
fjögur námskeið, viku í senn fyrir hvern hóp,
frá 4. júní til 1. júlí. Þátttakendur voru sam-
tals 97 á aldrinum 8 til 12 ára. Aðal leiðbein-
andi var Kristín Guðmundsdóttir.
Sá þáttur í starfi HSK á sl. ári, sem mesta
athygli mun hafa vakið, er landgræðslu-
ferðin, er farin var inn á Biskupstungnaaf-
rétt 9. og 10. júlí. Vegna mikilla þurrka fyrstu
13
vikurnar eftir að ferð þesi var farin, er vafa-
samt að verklegur árangur hennar verði eins
mikill og vonir stóðu til, en hafi hún vakið
almennan áhuga á landgræðslu, er árangur
hennar mikill.
í samræmi við samþykkt frá síðasta hér-
aðsþingi átti stjórn HSK viðræður við stjórn
UMFÍ um framkvæmdir í Þrastaskógi. Unnið
var við íþróttasvæðið, og standa vonir til að
því verki verði lokið á næsta ári. Félagar úr
HSK lögðu fram talsverða sjálfboðavinnu við
íþróttasvæðið.
Á sl. ári var farið fram á fjárframlög úr
sýslu- og sveitarsjóðum á sambandssvæðinu.
Bar þetta góðan árangur. Sýslunefnd Ár-
nessýslu veitti kr. 20 þúsund og sýslunefnd
Rangárvallasýslu kr. 15 þúsund. Sveitar-
stjórnirnar veittu flestar kr. 10,00 á ibúa og
sumar meira. Aðeins ein sveitarstjórn synj-
aði um fjárstyrk. Ekki var leitað til þeirra
sveitarfélaga, þar sem ungmennafélög eru
ekki starfandi. Búnaðarsamband Suðurlands
veitti Héraðssambandinu kr. 15 þúsund og
einn velunnari Skarphéðins sendi 1000,00 kr.
sem hann óskaði að varið yrði Skarphéðni
til framdráttar. Er ekki að efa að öll þessi
fjárframlög, sem alls voru kr. 158,845,00
verða sambandinu til framdráttar, og er þess
að vænta, að þetta geti orðið fastur liður í
tekjum sambandsins. Stjórn HSK þakkar öll-
um þessum aðilum veittan stuðning og vel-
vild í garð Héraðssambandsins.
Skýrt er frá Héraðskvikmynd Suðurlands,
sem HSK hafði forgöngu um að farið var að
styrkja frá sýslusjóðum, Búnaðarsambandi
Suðurlands og sveitarsjóðum á sambands-
svæðinu. Það þykir því rétt, að kynna sem
flestum héraðsbúum starfsemi HSK svo vel
sem kostur er.
f yfirliti um störf stjórnar HSK er þess
getið, að stjórnin hafi haldið 18 fundi á ár-
inu. Framkvæmdastjóri var ekki ráðinn, en
stjórnarmenn önnuðust sjálfir framkvæmda-
stjórn. Þórir Þorgeirsson hafði með hönd-
um yfirumsjón íþróttamála og veitti sumar-
búðunum forstöðu.
Formannafundur var haldinn að Borg 8.
SKINFAXI