Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 4

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 4
Við þessum spurningum gefa menn sjálfsagt ýmis svör: — Þannig var það í okkar hópi og lái hver okkur, er sér. Lokasvar okkar varð þó þetta, eftir nokkrar bollaleggingar: Við verðum að halda mótið eins og ekkert hefði í skorizt, þrátt fyrir alla óáran. Þó að ýmsu kunni að verða ábótavant, hvað vallaaðstöðu snertir, hlýtur það að vera hinn stóri vinningur að halda mótið. Norðaustan gusturinn, kaldur og hryssingslegur, lofar engu góðu enn sem komið er, en við verðum að trúa því, að dagar hans kunni brátt að verða taldir í bili. Við skulum vona að svo verði, og lifa í huganum sólríka og hlýja daga á 13. landsmótinu á Eiðum. Landsmót UMFÍ var haldið að Eiðum árið 1952 Þá var þessi mynd tekin á áhorfendasvæðinu Verði annað ofan á, er ekki annað en taka því án þess að eyða löngum tíma í kvíða, vikurnar fyrir mót. Ég vil svo undirstrika það, sem ég hef verið að reyna að skýra í þessum línum: Að veðráttan hefur leikið vell- ina okkar grátt og við væntum skiln- ings þátttakenda á vanmætti okkar gagnvart náttúruöflunum. Við vorum búnir að reikna dæmið á annan veg, en nú höfum við útkomuna dregna skýr- um stöfum á jörðina. Leiðum svo hugann aftur að sól og sumri. Eg býð alla, sem sækja okkur heim á 13. landsmót UMFl að Eiðum, hjart- anlega velkomna. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.