Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1968, Side 5

Skinfaxi - 01.07.1968, Side 5
Á hinum forna og virðulega höfuðbóli Eiðum verða landsmótsgestir Ung- mennafélags Islands boðnir velkomn- ir í annað sinn í sumar. Eiðar standa á hinum fegursta stað á Fljótsdalshér- aði, og jafnan hefur reisn og virðing fylgt þesum stað, enda eru Eiðar helzta menntasetur Austurlands um langt árabil. Árið 1883 var stofnaður á Eið- um búnaðarskóli undir stjórn Gutt- orms Vigfússonar, og mun sá skóli hafa starfað allt til ársins 1918, en það ár var bú og skóli og aðrar eignir Múla- sýslna á Eiðum afhent ríkinu. — Árið 1919 tók Alþýðuskólinn á Eiðum til starfa, og var Ásmundur Guðmunds- son prestur í Stykkishólmi, skipaður skólastjóri. Alþýðuskólinn hefur starf- að óslitið síðan og stöðugt vaxið og eflzt. Er hann nú elzti starfandi hér- aðsskóli landsins, útskrifar gagnfræð- inga og landsprófsnemendur. Á Eiðum hefur jafnframt verið rekinn búskap- ur eins og sæmir á slíku höfuðbóli. Þá er þar einnig kirkja og prestsetur. — Barnaskóli hefur einig verið reistur á Eiðum, og er Bjöirn Magnússon skólastjóri hans, en hann er jafnframt formaður landsmótsnefndar 13. lands- mótsins. Skólastjóri Alþýðuskólans er nú Þorkell St. Ellertsson. Af þessari umfangsmiklu starfsemi á Eiðum má ráða að þar eru miklar bygg ingar, og hafa þær stöðugt verið að stækka og aukazt. Á sumrin hefur ver- ið rekið hótel á Eiðum, og er aðstaða til að halda stórhátíðir eins og lands- mót UMFl þess vegna góð að þessu leyti. Iþróttalíf á Austurlandi er nátengt skólasetrinu á Eiðum. Á bændanám- skeiði árið 1915 var kosin nefnd til að stofna íþróttabandalag á Austurlandi, enda var íþróttaáhugi mikill. Ekki varð þó að stofnun íþróttabandalags- ins, en nokkru síðar var stofnað Ung- Skólasetrið á Eiðum. Þar sem 13. Iandsmót UMFÍ verður háð í sumar. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.