Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 9

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 9
að á eftir. Samkomurnar voru vel sótt- ar, jafnan húsfyllir, þrátt fyrir litla auglýsingastarfsemi. Það gleðilegasta í sambandi við samkomurnar var, að þær fóru ágætlega fram, vín sást ekki á nokkrum manni á þeim flestum, og þörf fyrir löggæslu var ekki fyrir hendi. Má gera ráð fyrir að það hafi lækkað útgjöld um nær 40 þúsund. Sveit Árskógshrepps, sem keppti til úrslita við Dalvíkinga. Síðasta keppnin fór fram í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri. Var þess sér- staklega óskað, að vínbarir hússins yrðu ekki opnir og urðu forráðamenn þess góðfúslega við þeirri bón. Þess varð ekki vart, að samkomugestir, sem voru nær 400, söknuðu þeirrar þjónustu sem vínbarir veita. Höfuðtilgangur UMSE með þessu skemmtanahaldi var sá, að gefa fólki á sambandssvæðinu kost á, að njóta menningarlegra skemmtana, svo og að afla tekna. Nær helmingur ágóðans, sem varð um 140 þúsund krónur, renn- ur til væntanlegs héraðsgagnfræða- skóla í Eyjafjarðarsýslu. Þetta mun vera fyrsta spurninga- keppni sinnar tegundar hér á landi (milli hreppa), og eitt snjallasta fyrir- tæki sem UMSE hefir lagt í. — Nú munu önnur héraðssambönd hafa kom- ið á sviplíkum keppnum og enn önnur hugsa til þess. Dalvíkingar, sem sigruðu i Hreppa- keppninni: Tryggvi Jónsson, Helgi Þorsteinsson og Vilhjálmur Björnsson SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.