Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 11
Sveitakeppni UMFÍ í skák
Ungmennafélag Islands efndi til sveita-
keppni í skák á þessu ári, en byrjað
var á slíkri skákstarfsemi á vegum
UMFÍ í fyrra með móti, sem haldið
var í Leirárskóla í Borgarfirði í maí-
mánuði. Kepptu þar þrjár sveitir frá
HSK, HSH og UMSK. Snæfellingar
unnu þá keppni, Skarphéðinsmenn
komu næstir en UMSK rak lestina.
I ár er þátttakan mun meiri, og
sendu alls 9 héraðssambönd sveitir í
keppnina. Keppt er í fjögurra manna
sveitum og er forkeppni lokið. Land-
inu var skipt niður í þrjú keppnissvæði
og kepptu þrjár sveitir í hverjum riðli.
Sigurvegarar í hverjum riðli mætast
svo til úrslitakeppni á landsmótinu á
Eiðum. Þess skal getið, að keppnin er
ekki á vegum landsmótsins og verður
ekki reiknuð með í stigakeppni móts-
ins. UMFl veitir hinsvegar verðlaun,
sem veitt verða sigurvegurum til eign-
ar.
Urslit í riðlunum urðu sem hér segir.
1. Suður-þingeyingar, Austlendingar
og Eyfirðingar kepptu á Akureyri.
UlA-HSÞ 31/2:1/2
UMSE-ÚIA 21/2:11/2
UMSE-HSÞ 31/2=1/2
Ungmennasamband Eyjafjarðar hlaut
því samanlagt 6 vinningar, UlA 5 og
HSÞ 1 vinning.
Umf. Hrunamanna sýndi IV þátt úr
leikritinu Dansinn í Hruna. Einnig
voru þjóðdansasýningar og glímusýn-
ingar, þjóðlagasöngur og margt fleira.
Vín var ekki haft um hönd á sam-
komum þessum, og löggæzlu þurfti
ekki.
Öll Umf. í HSK 26 að tölu tóku þátt
í keppninni, og komu því fram í henni
78 vitringar.
Samkomurnar sótti fólk á öllum
aldri, og skemmti sér vel.
Margir spakir menn tóku þátt í keppninni.
Hér er sveit Umf. Laugdæla. Sá skeggjaði er
Þór Vigfússon menntaskólakennari. Jóhann-
es Sigmundsson er við hljóðnemann og stjórn
ar keppninn.
SKINFAXI
11