Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 12
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga Ungmennasamband Austur-Húnvetn- inga stendur árlega fyrir Húnavökunni á Blönduósi. Með þessu vinnur USAH merkilegt og sérstætt menningarstarf, sem vert er að veita athygli. Ungmenna félögin víðsvegar í héraðinu leggja sinn skerf af mörkum til þessarar hátíðar, og hefur hún því mikla þýðingu fyrir félagslegt starf og félagslega samheldni í héraðinu. Húnavakan er menningar- og skemmtidagskrá, sem stendur í heila viku síðla vetrar eða snemma vors. Við höfum hér í höndum dagskrá síð- ustu Húnavöku, sem haldin var 15.— 21. apríl sl. Meðal dagskráratriða eru leiksýningar af mörgu tagi, kvikmynda sýningar, dansskemmtanir fyrir full- orðna og unglinga, kórsöngur og kvart- ettsöngur, erindaflutningur, kabarett o. fl. Húnvetningar streyma til Blönduóss meðan á þessari héraðshátíð stendur og fjöldi útanhéraðsmanna kemur þangað líka eftir því sem færð og tíð- arfar leyfir. 2. Ungmennasamband Kjalarnesþings, Héraðssambandið Skarphéðinn og Snæfellingar kepptu í Kópavogi. UMSK HSH 4:0 UMSK HSK 2V2:iy2 HSK HSH 2:2 UMSK hlaut samtals 6^/2 vinning, HSK 3y^ og HSH 2 vinninga. 3. Skagfirðingar, Austur-Húnvetn- ingar og Dalamenn kepptu á Blöndu ósi. UMSD USAH 2:2 UMSS-USAH 2:2 UMSD-UMSS 3:1 Samtals fékk Ungmennasamband Dala manna 5 vinninga. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga 4 og Ungmenna- samband Skagafjarðar 3 vinninga. I úrslitakeppninni á Eiðum mætast því sveitir Ungmennasambands Eyja- fjarðar, Ungmennasambands Kjalar- nesþings og Ungmennasambands Dala manna. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.