Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 12
ísland og þorskastríðið Hér á eftir fer í lauslegri þýðingu rit- stjórnargrein Arne G. Larsens í tímarit- inu Dansk ungdom og idræt. Greinin mun skrifuð í lok maí eftir að breski flot- inn hafði ráðist inn í íslensku fiskveiði- lögsöguna. Það er óskemmtilegt að horfa upp á það að allt og allir skuli láta sig ísland engu skipta á þessum síðustu tímum. Gömul og svokölluð menningarþjóð eins og Eng- lendingar raðar herskipum sínum í kring- um ísland. Ástæðan er sögð vera vernd- un enskra fiskiskipa, en í rauninni er ver- ið að hindra að íslenskir sjómenn og þar með íslenska þjóðin geti verndað auðæfi hafsins nægilega til þess að þetta litla eyríki geti haldið áfram að lifa sem þjóð. Því sannleikurinn er sá að hér er um að ræða spurninguna um tilveru Islend- inga sem þjóðar, — og þetta vita Bretar mæta vel, en þeim finnst bara ekki skipta svo miklu máli hvort íslendingar halda áfram að vera til eða ekki. Þetta er kannski ekkert til að furða sig á þegai litið er á breska sögu og breskar drottn- unarvenjur. ÖIlu ömurlegra er að horfa upp á hið algera tómlæti hinna Norður- landanna um þetta mál allt til þessa dags. Vissulega eru íslendingar norræn þjóð, svo er a. m. k. sagt við hátíðleg tækifæri, en þetta virðist aðeins gilda við skálaræður og á gleðifundum. En þegar deilumál koma upp, vanda- mál og óþægindi, þá er víst best að snúa sér undan og fagna því að til skuli vera bæði Vietnam, Watergatemál og Grikklandsmálið til að beina hneykslun sinni að, enda vitum við að sú hneykslun fær svo sáralitlu brevtt. Ef svo hefði nú viljað til að í staðinn fyrir ísland hefði þetta verið einhver eyjaklasi í Kyrrahafinu eða í grennd við Kóreu eða Vietnam, sem hefði verið enn betra, þá hefði sjónvarpið verið fullt af frásögnum um það, og dagskrá útvarps- ins borið þess ríkuleg merki. En nú er það bara Island, og þá er nú betra að vera ekki að skipta sér af hlutunum. Jafnvel þekktustu vandlætar- ar sem í öllu snuðra, steinþegja um mál- ið. Hvers vegna? Vegna þess að ísland er okkur of skylt? Það er greinilegt að við eigum aldrei að láta skoðun okkar í Ijós ef hætta er á að við verðum teknir alvarlega. Við er- um svo yfirmáta hlutlausir þegar um er að ræða viðkvæm norræn mál. Hin marg- rómaða norræna samstaða hefur aldrei mátt komast í snertingu við neitt sem heitir efnahagsmál að ekki sé talað um alvarleg átök. Það er verst að það skuli ekki einu 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.