Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 6
Gert var við hlið og vegir og gangstígar lag- færðir. skólans var svo búinn svefnstaður í stóru tjaldi og eldhúsaðstaða fékkst með hag- lega gerðum eldhúsvagni sem tekinn var á leigu. Hreinlætisaðstaða var heldur frumstæð, útisalemi og aðeins kalt vatn, en auk þess var farið tvisvar til þrisvar í Sundlaug Selfoss, þar sem vinnuskólinn fékk hina bestu fyrirgreiðslu. Viðfangsefnum nemenda var svo skipt í þrjá megin þætti, þ. e. íþróttir, vinnu, leiki og kvöldvökur. Aðstaða til íþrótta- iðkana er nokkuð góð miðað við þarfir slíkra námskeiða enda er víst óhætt að fullyrða að íþróttimar voru vinsælasti þátturinn á námskeiðunum, frjálsar í- þróttir, knattspyrna, glíma. A kvöldin að loknum vinnudegi var ýmist efnt til kvöldvöku, farið í leiki utandyra eða rennt fyrir silung í vatninu. Skógurinn er hinn ákjósanlegasti til allskonar göngu- ferða og leikja og fegurð hans og friðsæld í kvöldkyrrðinni hafði mikil áhrif á alla sem þama dvöldu. Þá er ótalinn einn þátturinn í starfi skól- ans en það er vinna nemenda í skóginum. Helsta verkefnið var hreinsun kalkvista og dauðra trjáa úr skóginum svo og hreinsun rusls bæði úr skóginum vítt og breitt, og einnig hreinsuðu nemendur til í kringum þrastalund og á tjaldstæði tvisvar til þrisvar í viku, þá fór ekki hjá því að nemendur þyrftu að leggja tals- verða vinnu í að lagfæra aðstöðu sjálfs Þessi ungi verkamaður skólans gefur í engu eftir þó að verkfærin séu í stærra lagi. vinnuskólans enda var hér um hreint brautryðjendastarf að ræða. Nemendur greiddu mjög lágt gjald fyr- ir dvöl sína í skólanum eða kr. 900,00 pr. viku á móti 3.600,00 — 4.000,00 í venju- legum unglingabúðum, mismuninn var áætlað að vinna nemenda greiddi. í heild má segja að þessi tilraun hafi heppnast vonum framar, og þarna fékkst dvrmæt reynsla til að byggja á varðandi frekari starfsemi, ýmsir erfiðleikar eru jafnan á 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.