Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 3
SKINFAXI
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXIV. árgangur — 4. hefti 1973 — Ritstjóri Eysteinn
Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á á:i hverju.
Félagsmálaf ræðsla
Ungmennafélaganna
Nú líður að þeim tíma að félagsstarf hefst
af auknum krafti hjá ungmennafélögunum vítt
um land eftir annir sumars og hausts.
Einn er sá starfsliður sem því er vert að
hugleiða nokkuð. Það er einmitt sá þáttur
félagsstarfsins að fræða og þjálfa félagana.
Mikil nauðsyn er að hunsa ekki þennan starfs-
iið, því um er að ræða grundvöll starfsins.
Ef ekki er séð um að uppfræða unga sem
aldna félaga, er ekki að vænta endurnýjunar
Þess krafts sem félagsstarf I frjálsu félagi
hyggist á. Ekki kann það góðri lukku að stýra
a<5 eilíflega sé treyst á forystu gamalla og
9róinna forsvarsmanna. Maður kemur i manns
stað, þess vegna hlýtur að vera höfuð nauð-
sýn að tryggja þjálfun og fræðslu nýrra félaga
°9 viðhalda hæfni félaganna almennt.
Á undanförnum árum hefur UMFl lagt mikla
éherslu á fræðslustarf, var stofnaður Félags-
málaskóli UMFÍ sem haft hefur fjölmörg nám-
skeið hjá ungmennafélögum. Eftir tilkomu
ÆskulýSsráðs rlkisins hóf UMFÍ samstarf á
þeim vettvangi við önnur félagasamtök um
gerð námsefnis sem henta mundi til fræðslu
í almennum félögum.
Nú hafa verið haldin námskeið fyrir kenn-
ara og eru margir þeirra úr röðum ungmenna-
félaganna, enda voru á síðasta vetri haldin
fjölmörg námskeið með hinu nýja kennsluefni
hjá ungmennafélögunum um land allt. Óhætt
er að fullyrða að námskeið þessi hafa hleypt
nýju lífi I starf þeirra félaga sem fræðslu hafa
notið.
En betur má ef duga skal. Nú þurfa félög að
kappkosta að veita meðlimum sinum tækifæri
að sækja námskeið til þess að öðlast sjálfs-
vitund og hæfni sem traustir hlekkir í hinnl
miklu félagskeðju. Þannlg mun framtið ung-
mennafélaganna best borgið, að til séu ötulir
og fróðir félagar sem öruggir geta gengið til
forustustarfa og tekist á við vanda líðandl
stundar og komandi tíðar.
Gerum stórt átak á sviði fræðslumála á kom-
andi vetri. G. G
skinfaxi
3