Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 17
íþróttaskóli Sigurðar R. Guðmundssonar Lýðskóladeild - nýjung 1 skólastarfinu íþróttaskóli Sigurðar R. Guðmundsson- ar starfaði í Leirárskóla í Borgarfirði í 6. sinn í sumar, og var skólanum slitið 31. júlí. Haldin voru 8 námskeið fyrir börn á aldrinum 9-15 ára á tímabilinu 4. júní-29. júlí, og var þátttaka mjög góð. í þetta sinn var starfrækt svokölluð lýðskóladeild við skólann í fyrsta sinn, og er þetta at- hyglisverð nýjung. 9 nemendur tóku þátt 1 því námi, 5 piltar og 4 stúlkur. Aðal- kennari í bóklegum og verklegum íþrótt- um var Leiv Sandven frá lýðháskólan- um í Seljard. í skólaslitaræðu sinni sagði Sigurður R. Guðmundsson m. a. eftirfar- andi um starf lýðskóladeildarinnar: Farið var yfir undirstöðunámskeið í íþróttakennslu sem að innihaldi samsvar- ar hinum norska A-kurs. Nemendur hafa kennt alls 80 stundir hinar ýmsu grein- ar íþrótta. Þeir tóku þátt í 8 daga nám- skeiði á skíðum við Skíðaskólann í Kerl- ingarfjöllum, og einnig unnu þeir að undirbúningi og framkvæmd norrænnar fimleikahátíðar og tóku þátt í fimleika- námskeiðum þar. Farið var yfir félags- málanámskeið Æskulýðsráðs ríkisins, rætt um félagsstarf og spurningum svar- að. Kennari var Sigurður R. Guðmunds- son. Nemendur lýðskólans unnu að und- irbúningi og skipulagningu á félagsstarfi barna og unglinga og kenndu þeim að afnaði tvær stundir á degi hverjum. Fórst þeim það starf sérstaklega vel úr hendi. Hafa verið mjög góð tengsl á milli þeirra yngri og eldri og hafa báðir aðilar virkilega haft gagn af og mikla ánægju. Mundi ég ógjaman vilja missa þá aðsöðu að hafa bömin og hina fullorðnu saman. Sigurður R. Guð- Wundsson skólastjóri ásamt nemendum í hinni nýju Iýðskóla- deild íþróttaskólans. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.