Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 9
— Jú, það er mikil gróska í frjálsum íþróttum. Á héraðsmótinu voru 70—80 keppendur sem er nærri fjórum sinnum meira en í fyrra. I frjálsíþróttum héldum við líka aldursflokkamót fyrir pilta og stúlkur allt niður í 10 ára aldur og jafn- vel yngra, enda mikilvægt að glæða á- huga þeirra yngstu. Efnin eru alls staðar til, og Strandamenn eru t. d. hreyknir af því að snjallasti kúluvarpari lands- ins í dag, Hreinn Halldórsson, hóf sinn íþróttaferil meðal ungs fólks þar í hérað- inu. — Eru ekki fleiri greinar íþrótta á dagskrá? — HSS var með í 3. deildar-keppn- inni í knattspyrnu og var í Vestfjarðar- riðli. Þetta er erfið og kostnaðarsöm keppni vegna mikilla fjarlægða, og lið- inu reyndist ókleift að Ijúka öllum leikj- um sínum. Skíðaíþróttin átti löngum ítök 1 Strandamönnum, en því miður hefur hún lagst niður að mestu núna. Það er svo ekkert launungamál að mitt persónulega álit er það að héraðssam- hönd í strjálbýlu og fámennu héraði ættu fyrst og fremst að leggja áherzlu á ein- staklingsíþróttir, allra aðstæðna vegna. — Hvernig er hin félagslega staða í héraðinu? — Því er ekki að neita að starf HSS hefur verið með daufara móti um alllangt skeið, bæði íþróttalega og félagslega en þó sérstaklega í félagsmálum. En ég varð fijótt var við góðan félagsanda og sam- starfsvilja hjá fólki um allt héraðið. Við ákváðum t. d. að efla áhugann á iðkun og keppni í íþróttum með því að veita verðlaun á mótunum, líka í aldursflokka- keppninni. Slíkt kostar auðvitað stórfé, en hér reyndust margir reiðubúnir til hjálpar, einstaklingar og fyrirtæki. Milli 70 og 80 þúsund krónur voru lagðar fram til verðlaunagripa. Þetta hefur mikla félagslega þýðingu, ekki bara fyrir hið unga íþróttafólk, heldur kostar það fél- agslegt átak að safna fyrir slíkum verð- launum. Þar lögðu margir fram gott starf og sönnuðu samtakamáttinn. — Verður þú með Strandamönnum næsta sumar? — Það er alsendis óráðið. En ég er sannfærður um það, að ef haldið verður áfram eins og í sumar, þá verður á næstu tveimur árum hægt að byggja upp öflugt íþrótta- og félagsstarf í héraðinu. Félagsheimilið Laug- arhóll í Bjarnarfirði var vígt í fyrra og er nýjasta félagsheimilið á Ströndum. Hægt er að iðka þar sumar inniíþróttir. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.