Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 19
Þróttur, Neskaupstað,
fimmtugur
Sigurður G
Björnsson, form.
Þrfóttar.
íþróttafélagið Þróttur í Neskaupstað á
50 ára afmæli á þessu ári. í tilefni þess-
ara tímamóta hefur komið út myndar-
legt afmælisrit Þróttar undir ritstjórn
Gunnars Ólafssonar.
Það voru 59 ungir menn í Neshreppi
í Norðfirði sem stofnuðu Þrótt um mán-
aðamótin júní-júli árið 1923. Aðalhvata-
maðurinn og fyrsti formaður félagsins
var Jónas Guðmundsson, þá barnakenn-
ari á Norðfirði en síðar ráðuneytisstjóri.
Eftir nokkura ára líflegt starf dofnaði
yfir félaginu unz það var alveg líflaust
1928. En árið 1933 var félagið endurreist
fyrir forgöngu Lúðvíks Jósepssonar, þá-
verandi menntaskólanema en núverandi
ráðherra, og var hann formaður félags-
ins 1933-1939.
Eins og önnur félög í ungmennafélags-
hreyfingunni hefur Þróttur sinnt mörg-
um öðrum viðfangsefnum en íþróttum,
s. s. leiklist, margs konar skemmtana-
haldi, söngstarfsemi, þjóðdönsum, skáld,
byggingu félagsheimilis o. fl.
Fimmtugsafmælisins var minnst með
ýmsum hætti, m. a. komu handknattleiks-
og knattspyrnuflokkar frá Færeyjum og
kepptu við lið Þróttar.
Gamlir Þróttarfélagar
sem kepptu í knatt-
'Pyrnu á 45 ára afmæl-
inu 1968. Myndin er
úr 50 ára afmælisrit-
inu.
SKINFAXI
19