Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 4
Ingólfur Steindórs- son á Akranesi hef- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri 15. landsmóts UMFÍ sem fram fer í sumar. Ingólf- ur hefur lengi starfað innan ung- mennaf élagshrey f - ingarinnar, og vænta allir góðs af starfi hans í þágu þessa stóra móts. Borðtennis hefur náð verulegri út- breiðslu víða um land. A landsmót- inu í sumar verður borðtennisíþróttin kynnt mcð keppni. Um það efni er grein á bls. 16. Lyftingar er ein af þeim nýju íþrótta- greinum sem kynntar verða á iandsmóti UMFÍ á Akranesi í sumar. Fjölmörg félög innan UMFÍ iðka nú orðið Iyftingar, og greinin því að verða sjálfsögð keppnisgrein innan UMFÍ. Sjá grein á his. 17. FORSÍÐUMYNDIN er tekin á íslands- glímunni í ár (Ljósm. Friðþjófur Helga- son). Pétur Yngvason, Umf. Víkverja, leggur keppinaut sinn á mjaðmarhnykk. Myndin er tekin þegar Pétur er að ijúka bragðinu. Hann er sjálfur í góðu jafn- vægi en andstæðingurinn fellur á bakið. Árið 1965 er merkisár fyrir glímuna. Glímusamband íslands á 10 ára afmæli á árinu. í afmælishófi GLÍ flutti formað- ur þess, Kjartan Bergmann, erindi um glímuna, uppruna hennar og sögu. Marg- ir fluttu Glímusambandinu heillaóskir og gjafir í hófinu. Á ári þessu efnir GLÍ til sýningarferð- ar til Kanada. Verður sýnt á íslendinga deginum að Gimli á 100 ára landnáms- afmæli íslendinga í Vesturheimi. Er það vel til fundið að sýna glímu á þessari há- tíð því að glíman er merkur þáttur í okkar menningararfieifð. Haf teinn Þorvaldsson, form. UMFÍ flutti GLÍ árnaðaróskir í afmælishófinu. Á mynd- inni afhendir hann Kjartani Bergmann af- mæiisgjöf frá UMFÍ. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.