Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 13
STÖKK FYRST KVENNA YFIR 1,95 M. Heimsmethafinn í hástökki kvenna: Ro:emarie Witsclias. Það var sett nýtt heimsmet í hástökki kvenna s. 1. sumar. Sú sem það gerði var Rosemarie Witschas frá Austur-Þýska- landi. Hún stökk 1,95 m.( og er nú talin líklegasti sigurvegarinn í þessari grein á olympíuleikunum á næsta ári. Hún keppti reyndar á síðustu olympíuleikum 1972 og varð þá í 7. sæti. Yfirburðir henn- ar eru nú orðnir allmiklir. Næst á heims- afrekaskránni fyrir 1974 koma: V. Ioan frá Rúmeníu með 1,92, M. Karbanova frá Tékkóslóvakíu með 1,91 og R. Kirst frá Roremarie yfir ránni er hún setti hið sögu- lega heimsmet sitt í fyrra og stökk fyrst kvenna yfir 1,95. A-Þýskalandi og S. Simeoni frá Ítalíu með 1,90 m. Rosemaric er 22 ára gömul, fædd 4. april 1952. Hún er 1,75 m. á hæð og veg- ur 59 kg. Hún byrjaði að æfa hástökk 1965, og síðan hefur ársárangur hennar verið sem hér segir: 1966 1,46 m 1967 1,65 m 1968 1,71 m 1969 1,76 m 1970 1,77 m 1971 1,81 m 1972 1,85 m 1973 1,88 m 1974 1,95 m Á sínum tima þótti það mikið afrek er rúmenska stúlkan Jolanda Balas stökk fyrst kvenna l,90m., og Rosemarie var ein þeirra stúlkna sem í áratug reyndu árangurslaust að komast yfir 1,90 m múr- inn. Þjálfari hennar segir að hún sé mjög örugg í keppni og engin hætta á mistök- um. Sjálf segist hún ekki vera fæddur há- stökkvari heldur hafi hún meðfædda hæfileika til að dansa, og það er hennar stærsta áhugamál. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.