Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 27
UNÞ Á þingi Ungmennasambands NorSur- Þingeyinga í fyrra kom fram að gera þarf nýjan samning við Skógrækt rík- isins um afnot af Ásbyrgi. Hinar árlegu Ásbyrgissamkomur hafa jafnan verið stærsta verkefni UNÞ og hafa skapað fjármagn til starfseminnar á undanförn- um árum. Formaður UNÞ, Aðalbjörn Gunnlaugsson gat um þetta í skýrslu stjórnarinnar. Níels á. Lund íþróttakenn- ari var ráðinn framkvæmdastjóri UNÞ frá 1. júni til 20. ágúst í fyrra. Á ársþinginu voru tvö ungmennafélög innan UNÞ sameinuð, ungmennafélagið Neisti á Vestur-Sléttu og Ungmennafé- lag Núpsveitunga, Núpasveit. Þessi fé- lög tilheyra sama hreppi og hefur sam- eining þeirra lengi staðið til. Hið nýja félag heitir Snörtur, formaður þess er Marinó Eggertsson, Brún, Kópaskeri. Samþykkt var að koma á dómaranám- skeiði í knattspyrnu, en dómaraskortur gerir víða vart við sig. Nokkrar deilur hafa staðið um þátt- tökurétt á mótum UNÞ, var eftirfarandi tillaga samþykkt i þvi efni: Þátttökurétt á mótum UNÞ hafa: 1. Þeir sem hafa átt lögheimili á sam- bandssvæðinu minnst einn mánuð fyrir keppnisdag. 2. Þeir sem einu sinni hafa öðlast keppnisrétt og keppt hafa fyrir félag innan UNÞ, þangað til þeir keppa fyrir annað félag í grenndinni og eru enn fullgildir félagar í viðkomandi félagi innan UNÞ. 3. Þeir sem tekið hafa þátt í unglinga- keppni UNÞ í 3 ár eða sótt reglulega æfingar í 4 ár á sambandssvæðinu. Auk framangreinds þurfa þeir að vera félagsbundnir á sambandssvæð- inu, og mega ekki keppa fyrir annað félag í viðkomandi grein. íþróttadómstóll UNÞ sker úr um vafa- atriði. Þessar reglur gilda um öll mót UNÞ nema unglingakeppnina og ungl- ingamót. Var tillagan samþykkt samhljóða. í kaffihlé þingsins ávarpaði Guð- mundur Gíslason, Brynjar Halldórsson fyrrverandi formann UNÞ nokkrum orð- um. Var tilefnið að veita Brynjari starfs- merki UMFÍ fyrir langa og giftudrjúga starfsemi í þágu ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Þingið var í heild árangursrikt og vel heppnað. Stjórn sambandsins skipa nú. Aðalbjörn Gunnlaugsson, formaður, Lundi, Guðmundur Þórarinsson, Gjald- keri, Vogum, Stefán Eggertsson, ritari. Laxárdal. F élagsmálanámskeið Stöðugt styttist í það að haldin hafi verið félagsmálanámskeið hjá öllum hér- aðssamböndunum. Dagana 14.—16. mars ’75 var haldið félagsmálanámskeið á vegum Ung- mennasambands Norður-Þingeyinga og Félagsmálaskólans. Námskeiðið hófst að Lundi Axarfirði, föstudaginn 14. mars kl. 20.30 stundvís- lega með setningarorðum formanns U. N. Þ. Aðalbjörns Gunnlaugssonar kenn- ara að Lundi, sem kunnur er fyrir dugn- að sinn og ósérhlífni í starfi sínu innan hreyfingarinnar. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.