Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 17
LYFTINGAR A LANDSMÓTINU Diðrik Haraldsson á Selfossi hefur með að gera undirbúning sýningar í lyftingum á næsta landsmóti. Að gefnu tilefni sneri Skinfaxi sér til Diðriks og innti hann eftir því hvemig undirbún- ngurinn gengi. — Iíann er tiltölulega stutt á veg kominn, en verið er að kanna væntan- Iega þátttöku, tækjakost og starfsmenn. — Hvaðan fáið þið þátttakendur? — Lyftingasamband íslands ritaði aðildarsamböndunum bréf, þar sem spurst er fyrir um iðkun lyftingaríþrótt- arinnar innan hvers aðildarfélags fyrir sig, en það hefur lítið komið út úr því svo að erfitt er að segja til um það á þessu stigi málsins. Þó vitum við um þátttakendur frá HSK, UÍA og einnig á ég von á þátttöku frá UMSS og USAH. — Hvemig verða þátttakendur vald- ir? — Það verður valið í þyngdarflokka eftir árangri? — Hvemig fer sýningin fram á lands- mótinu? — Ég hef hugsað mér að kynna hana með löglegu móti. Það er ekki ákveðið hvort keppt verður bæði í kraftþraut og tvíþraut. — Hvað áætlar þú að verði margir þátttakendur í lyftingum á Landsmót- inu? — Það er erfitt að segja fyrir um Einn hinna heimsfrægu. Búlgarski olympíu- meistarinn í millivigt, Jordan Bikov, lyfti 485 kg í þríþraut. það á þessu stigi undirbúningsins, en við höfum hugsað okkur að nýta þann tíma sem okkur er ætlaður, samt. 2 klst., og miðast þátttakendafjöldi svolítið við það. — Hvemig er aðstaðan til keppni á Akranesi? — Það verður keppt á palli undir berum himni ef veður leyfir en annars í íþróttahúsinu. — Hvað líður öðrum undirbúningi? — Það má segja það að undirbúning- urinn í heild sé vel á veg kominn. Það er verið að kanna þátttöku eins og ég sagði áðan og svo útvegum tækja og starfsmanna fyrir þessa grein mótsins. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.