Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 15
LANDGRÆÐSLUSTARFIÐ: Tvö hundruð lestum af ábruði dreift Fulltrúaráðsfundur Landvemdar var haldinn að Hótel Esju í Reykjavík laug- ardaginn 23. nóv. sl. og hófst með setn- ingarræðu formanns Landverndar, Hák- onar Guðmundssonar. Á sl. sumri var mikið unnið að land- græðslustörfum á vegum Landvemdar og dreift 200 tonnum af áburði og 7 tonn- um af fræi, þá var átak gert í friðun Þórs- merkur og þar dreift áburði úr flugvél til jiess að sbu’kja gróður. Framkvæmdastjóri Landvemdar Hauk- ur Hafstað vann allmikið að útbreiðslu- og kynningarstarfi á sl. starfsári og mætti hann á mörgum fundum í því skyni víðs- vegar um land. Landvemd hefur nú gefið út þrjú fræðslurit, og er það 4. að koma út, en það fjallar um Votlendi á íslandi. Unnið er að útgáfu litskuggamynda til kynningar og kennslu, og fjallar fyrsti mvndaflokkurinn um landgræðslu og gróðurvemd, 33 myndir með prentuðum skýringartexta. Þá hafa plaköt Landvemdar þótt vel heppnuð og víða verið uppi hátíðarárið 1974. Framkvæmdastjóri upplýsti að framlög sýslu- og sveitarfélaga til land- græðslu hefðu aukist talsvert á sl. ári, og dæmi væri til þess að eitt sýslufélag hefði greitt 200 þús. kr. Vaxandi þátttaka er í melfræssöfnun, og tekur skólafólk nú virkan þátt í þess- um mjög svo nauðsynlega þætti land- græðslustarfsins. Á sl. vori var formlega gengið frá af- hendingu jarðarinnar Alviðm í Olfusi, sem gefin var Landvernd og Ámessýslu á sl. ári. Aðalmálefni fulltrúafundar Land- verndar að þessu sinni var Landgræðslu- áætlun 1974 til 1978, markmið hennar og framkvæmd. Framsögumenn um þetta málefni vom Jónas Jónsson og Stefán Bergmann. Komu framsögumenn víða við í sínum málflutningi, og var hlutverk Jónasar einkum að skýra ýmsa fram- kvæmdaþætti; hann er formaður þeirrar nefndar sem sér um að áætlunin gangi fram í samstarfi við framkvæmdaaðila, Landgræðslu og skógrækt ríkisins, Land- vernd, samtönk bænda o. fl. aðila. Stefán Bergmann rakti áætlunina lið fyrir lið og vakti upp ýmsar spumingar, sem sköpuðu ánægjulegan umræðugmndvöll um jiað með hverjum hætti við gætum sem best nýtt jijóðargjöfina miklu sem samjyykkt var með samhljóða atkvæðum allra jn'ngmanna þjóðarinnar á sögufræg- um fundi Aljnngis á Þingvelli sl. sumar. Að lokum flutti formaður lokaorð og hvatti alla liðsmenn Landvemdar til öfl- ugrar þátttöku í starfi samtakanna. H. Þ. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.