Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 28
Flestir voru þátttakendurnir á fyrsta degi námskeiðsins eða 35 talsins, en sam- Ungmennafél&g HveragerðÍS tals sóttu námskeiðið 42 þátttakendur. Þátttakendur námskeiðsins voru á Og, Olfus 40 ára Þessi mynd er tekin af hópstarfi á félags- málanámskciðinu, en kennslan fór fram í íþróttasal gamla skólahússins í Lundi í Axar- firði. aldrinum frá 14 ára til 57 ára. 15 konur og 27 karlar. Vegna þess að flestir þátttakendurnir voru bundnir bústörfum heima fyrir gat námskeiðið ekki staðið í nema 15 klst, sem er of stuttur tími fyrir jafn viða- mikið efni sem Félagsmálanámskeið er. Sumir þátttakendanna sóttu námskeið- ið um langan veg m. a. frá Þórshöfn og Kópaskeri. Námskeið þetta er þá fyrst og fremst kynning á námsefni ÆRR og Félags- málaskóla UMFÍ. Vonandi halda N-Þing- eyingar fleiri námskeið í sýslunni á hausti komandi, en í héraðið vantar til- finnanlega viðurkennda félagsmála- kennara sem sinnt gætu þessum mikil- væga þætti endurmenntunarinnar. Fjórða til tólfta janúar sl. fiélt Ung- mennafélag Hveragerðis og Ölfuss upp á 40 ára afmæli sitt með fjölbreyttum skemmtisamkomum. Afmælishátíðin hófst með félagsvist og gömlu dönsunum. Sunnudaginn 5. janúar var kaffisamsæti í Hótel Hvera- gerði. Formaður félagsins Ester Hjart- ardóttir, setti samkomuna, en veislustjóri var Valgerð Runólfsson, skólastjóri. Sam- komugestir voru um 100, þ. á m. for- maður UMFÍ, stjóm og framkvæmda- stjóri HSK, hreppsnefnd Hveragerðis auk fjölda eldri og yngri félaga og vel- unnara félagsins. Mörg ávörp vom flutt við þetta tækifæri, m. a. flutti F.ngilbert Hannesson, hreppstjóri í Ölfushreppi minningar liðinna tíma. Nokkrir eldri félagar og velunnarar þess fengu viður- kenningar fyrir vel unnin störf. Einnig Eldri félagar sem heiðrað'ir voru á 40 ára af- mæli UFHÖ ásamt formanni félagsins, Ester Hjartardóttur, sem er lengst til vinstri. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.