Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 24

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 24
Fœreyskjr keppendur vorugestír á sumarkátíð UIA. Hér erfararsijóriþeirra a<S iaka við viðurkenningufrá Hermanni Níelssyniform. UIA. úrvalsliði UÍA og sigruðu Húsa- víkurdömurnar, 11—9. Hápunktur sumarhátíðarinn- ar var vafalítið skrúðganga aðild- arfélaganna og hátíðardagskrá á sunnudeginum 12. júlí. Skrúð- gangan var geysilega fjölmenn og sérlega glæsilcg. En það var hinn dugmikli formaður UÍA, Her- mann Níelsson sem stjórnaði göngunni. Flest félögin mættu með mikið lið í skrúðgönguna og voru nálægt 100 manns í röðum nokkurra félaga. I göngunni mátti sjá færeyska fánann, en 7 gestir frá Færeyjum tóku þátt í hátíðinni. Það vakti athygli hvað færeysku ungmennin stóðu sig yf- irleitt vel í keppni, en frjálsar íþróttir eru einungis stundaðar í skólum í Færeyjum. A hátíðardagskránni var ýmis- legt til skemmtunar. Ávörp íluttu Hermann Níelsson form. UÍA og Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri á Fiðum. Dansílokkur lrá Seyðisfirði sýndi ýmsa dansa. Brúðuleikhús UÍA sýndi Lagar- lljótsorminn undir stjórn Maríu Kristjánsdóttur. Halli og Laddi sáu um að kitla hláturtaugarnar. Grettir Björnsson spilaði á har- moniku milli atriða og meðan skrúðganga fór fram. Fallhlífar- stökkvarar frá Akureyri komu svífandi úr ílugvél ofan á leik- vanginn. Þingmenn Austurlands háðu vítaspyrnukeppni og sigr- aði þar hin gamla íþróttakempa UIA Tómas Arnason. Stjórn UlA og sveitarstjórnarmenn á Austurlandi léku knattspyrnu til skemmtunar fyrir áhorfendur. A hátíðinni var opin minja- og sögusýning UÍA og urðu margir til að skoða hana. Sýningunni stjórnaði Björn Magnússon. Fkki létu veðurguðirnir sitt eftir liggja, því veðrið skartaði sínu fegursta meðan á hátíðinni stóð. íþrótta- og ijölskylduhátíð sem þessi krefst geysilegrar skipulagningar ef áætlun á að haldast, og það gerði hún í öllum höfuðatriðum að þessu sinni. Það var samdóma álit gesta að fram- kvæmd öll hafi verið til fyrir- myndar og ég er ekki í nokkrum vala um, að þessar sumarhátíðir UÍA haf'a orðið til þess að eíla allt starf sambandsins og félaganna ótrúlega mikið. V'onandi eiga (leiri sambönd eftir að fylgja fordæmi okkar Austfirðinga og koma á íþrótta- hátíðum í svipuðu formi og þessi æskulýðssamkoma á Austur- landi. Péiur Eiðsson. Fyrstur í mark Óttar A rmannsson Súlunni. Kjartan Ólafsson Súlunni, AgústÓlafsson UMFS, Jókiann Jókiannsson SE oy Cuðmundur Hallyríms- son Leikni. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.