Skinfaxi - 01.08.1980, Blaðsíða 26
Mót hjá HSK
Unglingamót HSK í blaki fór
fram í íþróttahúsinu í Hveragerði
sunnudaginn 4.maí s.l. Sex lið
mættu í mótið og var leikið þann-
ig að allir léku við alla.
Urslit urðu sem hér segir:
Umf. Baldur Hvolsvelli A-lið
Umf. Hveragerðis og Ölfuss
Umf. Hrunamanna
Umf. Laugdæla
Umf. Baldur Hvolsvelli B-lið
Umf. Baldur Hraungerðishreppi
Rétt er að taka l'ram að tvö
neðstu liðin voru eingöngu skip-
uð kvenfólki. Áfram stelpur.
Blakmót HSK fór fram á
Laugarvatni 1 1. maí 1980. aðeins
fjögur lið tóku þátt í mótinu og
urðu Laugdælir sigursælir sem
vænta mátti, enda nýbakaðir ís-
lands- og bikarmeistarar. Annars
varð röð félaga þessi:
Umf. Laugdæla
Iþr.fél. Mímir
Umf. Hveragerðis og Ölfuss
Umf. Samhygð
Lokið er Bridgemóti HSK
1980 (sveitakeppni). Átta félög
tilkynntu þáttöku í mótið og var
þeim raðað í tvo riðla. Urslit voru
síðan spiluð í Árnesi laugardag-
inn 12. apríl s.l. Röð félaga varð
þessi:
Umf. Hveragerðis og Ölfuss
Umf. Hrunamanna
Umf. Laugdæla
Umf. Gnúpverja
Umf. Baldur Hvolsvelli
íþr.fél. Mímir
Umf. Baldur Hraungerðishreppi
Umf. Biskupstungna
Fyrir Hveragerði og Ölfus spil-
uðu Haukur Baldvinsson, Svav-
ar Hauksson, Runólfur Jónsson,
Einar Sigurðsson og Kjartan
Kjartansson.
Lokið er Körfuknattleiksmóti
HSK unglinga, sex lið tóku þátt í
mótinu. Talsverðum leiðindum
olli að Umf. Hveragerðis og Ölf-
us gáfu leikinn við Umf. Baldur
Hvolsvelli. EinniggafUmf. Bisk-
upstungna leik sinn við Umf.
Baldur Hvolsvelli. Pað verður að
teljast furðulegt þar sem um
hreinan úrsíitalerk var að ræða.
Nú er spurt hvað veldur, þcgar
félög gefa úrslitaleik? Nokkuð
sem ekki má eiga sér stað. Annars
varð röð félaga þessi:
Umf. Baldur Hvolsvelli
Umf. Biskupstungna
Umf. Laugdæla
Umf. Hveragerðis og Ölfuss
Umf. Hrunamanna
Umf. Hvöt
Kaupfélag
Stöðfirðinga
Stöðvarfirði —
Breiðdalsvík
Almenn verslun
Skipa- og bílaafgreiðsla
Samvinnuverslun
tryggir góða þjónustu
26
SKINFAXl