Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1982, Side 4

Skinfaxi - 01.06.1982, Side 4
FRÉTTIR AF ÞINGUM Frá þingi UDN. UDN 61. þing UDN var haldið í Dalabúðð.júníoghófstkl. 10,30. Þingið var all vel sótt, en þó lakar en oft áður. Formaður UDN, Jón Hólm Stefánsson, setti þingið og stjórn- aði kosningu starfsmanna þings- ins. Þingforseti var kosinn Sveinn Gestsson og þingritarar Kristinn Jónsson og Ulfar Reynisson. I skýrslu stjórnar, sem formað- ur flutti, kom m. a. fram að starfið hefur eflst verulega á s. 1. ári, bæði á félags-og íþróttasviði.Fram- kvæmdastjóri var ráðinn í fyrsta sinni, en það var Birgir Finnboga- son kennari á Laugum. Haldið var eitt félagsmálanámskeið á svæðinu, hjá Umf. Stjörnunni ásamt með þátttöku félaga úr Umf. Vöku. Þátttöku í íþrótta- mótum utan héraðs var m. a. á Landsmóti UMFI á Akureyri og meistaramóti íslands á Blöndu- ósi. Þá var einnig háð keppni milli UDN, HSS og USVH í frjálsum íþróttum. Fjárhagur UDN er jákvæður og lítilsháttar hagnaður eftir árið 1981. Eigi að síður þarf að renna styrkari stoðum undir tekjumögu- leika sambandsins, ef það á að vera megnugt að efla sitt starf enn frekar í framtíðinni. Hörður Jóhannesson frá Akra- nesi hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri í sumar, sem jafn- framt annast knattspyrnuþjálfun. Fyrirhugað er að ráða einnig þjálfara í frjálsar íþróttir. Þinghlé var gert meðan fram fór knattspyrnuleikur milli UDN og Umf. Reynis á Hellissandi (leikurinn fór 6:3 fyrir aðkomu- menn). Gestir þingsins voru Pálmi Gíslason formaður UMFÍ, Jón G. Guðbjörnsson stjórnarmaður UMFI, Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Hörð- ur Jóhannesson nýráðinn fram- kvæmdastjóri UDN. í stjórn UDN voru kosin: Jón Hólm Stefánsson formaður, Bryndís Karlsdóttir ritari og Sæ- mundur Kristjánsson gjaldkeri í stað Þórðar Halldórssonar, sem ekki gaf kost á sér til edurkjörs. JGG HVÍ 68. Héraðsþing Héraðssam- bands Vestur-ísfirðinga var hald- ið þann 31. maí s. 1. í Vonalandi á Ingjaldssandi. Á þingið var vel mætt, fullskipuð fulltrúatala frá öllum félögum nema Umf. Mýra- hrepps og hefur það ekki skeð í áraraðir að fulltrúa vantaði frá því. Gestur þingsins var Pálmi Gíslason form. U. M. F. I. og flutti hann kveðjur frá U. M. F. í. og Hrafna-Flóka en hann var ný- kominn af þingi þeirra. Pálmi kom víða við og hvatti til öflugrar þátttöku á göngudegi og hring- ferðinni „Eflum íslenskt". Marg- ar ályktanir og tillögur voru sam- þykktar á þinginu, bæði varðandi heíðbundið íþróttastarf og varð- andi störf tengd 75 ára afmæli U. M. F. í. Iþróttamót verða með líku sniði og áður, Héraðsmót H. V. í. verður 3.-4. júlí. 3 unglingamót eru ákveðin í frjálsum íþróttum. Fjárhagur héraðs^ambandsins er nú betri en hann hefur verið um fjölda ára, jafnvel þótt liðið ár væri Landsmótsár. En í framhaldi af því má geta þess að Ásvaldur Guðmundsson sem verið hefur gjaldkeri undanfarin ár gaf nú Nú er búið ad innramma Jón. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.