Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1982, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.06.1982, Blaðsíða 31
Kvöldið fyrir úrslitaleikinn var háð mikið „auka“ handknatt- leiksmót í íþróttahöllinni, þar sem ákveðin úrvalslið léku, og í þess- um aldursflokki átti úrvalslið frá Norðurlöndum að leika gegn úr- vali þýskra liða. Fjórir úr sænska liðinu höfðu verið valdir (en 6 Njarðvíkingar), en Svíarnir neit- uðu að vera með, þar sem þeir þyrftu að hvíla sig fyrir úrslita- leikinn. Var þá sjöunda Njarðvík- ingnum bætt við og tveimur Norðmönnum, sem að vísu voru langt frá því að vera nógu góðir, en teknir með vegna norrænnar samvinnu og íþróttaanda. Norð- urlandaúrvalið sigraði svo þýska úrvalið með 12:11. Sköpuðu svíar sér mikla andúð með þessari framkomu sinni og stóðu allir á.horfendur með Njarðvíkingum °g munar um minna. Þá fengu Njarðvíkingar, með þessum leik, tilfinningu fyrir gólfi hallarinnar, sem var ómetanlegt, þar sem mik- tl viðbrigði eru að koma á gólfeftir ntarga leiki og æfingar á grasi. Að úrslitaleiknum loknum komu dönsku strákarnir, sem léku í úr- valinu, með fullan kassa af gos- drykkjum og færðu Njarðvíking- um að gjöf. Þá mætti að lokum geta þess, að arið á milli þessara tveggja al- þjóðamóta, árið 1981, urðu þessir drengir Islandsmeistarar í 4. dokki karla í handknattleik. Þjálfari drengjanna er Olafur Ihordersen, en aðalfarastjóri í íerðinni var Guðný Thordersen, °g rómar hún mjög alla fram- komu og prúðmennsku drengj- unna. Við komuna til Keflavíkurflug- vallar voru mættir á flugvellinum dO til 50 manns, sem tóku á móti drengjunum með blómahafi og húrrahrópum, þ. á. m. bæjarstjór- 'un í Njarðvík, form. ungmenna- felagsins, allir foreldrar auk fjölda settmgja, vina og velunnara. Góður ferðafélagi allra TRDPICANA FRÁ FLÓRÍDA skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.