Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1982, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1982, Blaðsíða 6
GONGUDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Við upphaf göngunnar um Elliðaárdal. Ragnar Jonasson lýsir leiðinni. Göngudagur fjölskyldunnar var 13. júní s.l. Dagurinn varjafn- í'ramt mjólkurdagur. Var sam- vinna milli UMFÍ og mjólkur- dagsnefndar um framkvæmdina og sá mjólkurdagsnefnd um veit- ingar fyrir göngufólk. Veður virð- ist hafa verið gott víðast hvar á landinu, eftir þeim upplýsingum að dæma sem komnar eru um göngudaginn. A nokkrum stöðum var göngunni frestað og gengið annað hvort 17. júní eða næstu helgi á eftir. Upplýsingar hafa borist til UMFÍ um 78 göngur, þar sem gengu 4145 manns, en vitað er að göngurnar voru miklu fleiri. Er lauslega áætlað að göng- urnar haíi verið alls tæplega eitt hundrað og að þátttakendur hali verið um sex þúsund. Þeir sem enn hafa ekki sent upplýsingar til UMFI um göngudaginn í sínu fé- lagi, eru beðnir að gera það nú þegar. Margt athyglisvert kemur í ljós þegar farið er yfir upplýsingar sem borist hafa til skrifstofunnar um göngurnar. Umf. Valur, Mýrahreppi, USÚ haíði sína göngu 17. júní. Þar gengu 95 manns, en íbúar hreppsins eru 96- 98. Þctta er besta þátttaka sem vitað er um, allt að hundrað prós- Gengið um Bessastaðahraun hjá Umf. Bessastaðahrepps. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.