Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1982, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1982, Blaðsíða 9
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir áheyrendur á Lækjartorgi vid upphaf hjólreiðaferðarinnar. Ungmennafélag íslands er 75 ara á þessu ári. Eitt megin verk- efni þessa afmælisárs er verkefnið l'jflum íslenskt. Tilgangur þessa verkefnis var að vekja okkur ís- lendinga til umhugsunar um gildi þess að við veljum íslenska framleiðslu umfram erlenda, og þá um leið að gefa hagsmunaaðil- uhi í landinu tækifæri til að koma ser eða sinni framleiðslu á fram- feri. Tilgangurinn var auðvitað einnig sá að vekja athygli á Ung- uiennafélagshreyfingunni á þess- um tímamótum og sýna fram á að hreyfingin hefur enn ekki kvikað frá upphaflegum markmiðum sín- um þ. e. a. s. ræktun lands og lýðs undir kjörorðinu íslandi allt. Verkefnið Eflum íslenskt ber glöggt merki þess og sýnir svo ekki verður um villst að hreyfingin er á réttri leið. Hjólað umhverfis landið. Til að vekja athygli almennings á þessu verkefni var hjólað um- hverfis landið dagana 25. júní til 11. júlí s.l. Hjólaðir voru 3200 km á 17 dögum. Til ferðarinnar voru valin 5 ísl. reiðhjól sem nýverið var farið að framleiða í Fálkanum. Það sann- aðist í þessari ferð að ísl. fram- leiðsla stendur síður en svo að baki hinni erlendu, því hinir ís- lensku gæðingar reyndust í alla staði vel og oft á tíðum undraði mann þol og ending hjólanna þeg- ar maður horfði upp á hvað á þau var lagt. En það var álag á fleira en bara hjólin. Fyrir þá sem íylgdu hjólunum, var ferðin engin dans á rósum. Sólarhring eftir sólarhring var sofið þetta 2 til 3 tíma og oft á tíðum sváfu menn ekki hver fyr- ir öðrum, þar sem menn kepptust við að dreifa merkjum, gefa fyrir- skipanir og jafnvel æfa sig í danskri tungu. Þrátt fyrir þetta mikla álag þá er ljóst að allir þeir sem af stað fóru og ætluðu hring- inn létu sig hafa það og ekki er að sjá að neinn hafi hlotið varanlegt heilsutjón af. Undirbúningur og framkvæmd þessa verkefnis var í höndum Samstarfsnefndar UMFÍ og FÍI. I nefndinni voru frá UMFI Arnar Bjarnason, Skúli Oddsson, Eyj- ólfur Arni Rafnsson og Finnur Ingólfsson sem jafnframt var starfsmaður verkefnisins, frá FII voru í nefndinni Halldór Einars- son og Þórarinn Gunnarsson. Árangur verkefnisins. Það er samdóma álit þeirra sem í hringferðina fóru að á lang llest- um stöðum hafi verið vel að verk- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.