Skinfaxi - 01.12.1982, Side 3
SKINFAXI
6. tbl. —73. árg. — 1982
ÁSKRIFTARVERÐ:
100 kr.árgangurinn.
•
ÚTGEFANDI:
U,ngmennafélag Islands.
RITSTJÓRI:
Ingólfur A. Steindórsson.
RITNEFND:
Jón G. Guðbjörnsson,
Bergur Torfason,
Guðjón Ingimundarson.
AFGREIÐSLA SKINFAXA:
Skrifstofa UMFÍ
Mjölnisholti 14, Reykjavík.
Sírru 14317.
SETNING OG UMBROT:
Leturval sf, Ármúla 36.
OFFSETPRENTUN:
Prentval, Súðarvogi 7.
MEÐAL EFNIS: BI».
23. Sambandsráðsfundur UMFÍ .... 4
Viðtöl við formenn á Sambands-
ráðsfundi ...................... 8
75 ára afmælishóf UMFÍ ......... 12
Bikarkeppnin í sundi .......... 20
Viðtal við Bjarna Sigurjónsson. 22
Viðtal við Aðalstein Kristjánsson .. 24
Vísnaþáttur Skinfaxa............ 26
Jóladagskrá ungmennafélaganna .. 29
Vinningaskrá í Landshappdrætti
ungmennafélaganna............... 31
Góður félagsskapur.............. 32
FORSÍ ÐUMYNDIN:
Forsíðumyndin er afSonju Hreiðarsdólt-
ur, UMFN. Hún vann besta afrekið og
varð sligahrcsl í sundkeppninni á landsmót-
Wu á Akureyri ífyrra. Par setti hún einnig
tvö landsmótsmet. Sonja þjálfar nú sundlið
l MFN og í bikarkeppninni í 1. deild í
sundi nú nýverið héldu Njarðvíkingar seti
smu, sem þeir unnu í jyrra.
Hér í blaðinu er sagt frá bikarkepþninni
1 sundi, sem fram fór í nóvember bæði í
fyrstu og annarri deild. Einnig eru viðtöl við
tvo félagsforyslumenn í sundi.
í ÁRSLOK
Nú fyrir skemmstu var haldinn Sambandsráðsíundur UMFI að Garðaholti í
Garðabæ. Þar var mæting fulltrúa gpð og líflegar umræður urðu þar um ýmis mál
svo sem 18. Landsmótið sem haldið verður í Keflavík og Njarðvík 1984. Lrlend
samskipti, sem aldrei hafa verið umfangsmeiri í starfi UMFÍ en í sumar. Þar bar
hæst norræna ungmcnnavikan á Selfossi og heimsókn 40 ungmennafelaga frá
V\G í Danmörku er dvöldu hér í hálfan mánuð. Það er ljóst að til crlendra
samskipta hefur í ár farið meira fjármagn og meiri tími starfsmanna UMFÍ en
áður, þannig að ýmis önnur mál hafa setið á hakanum og fengið minni tíma en
æskilegt má teljast, t.d. erindrekstur og útbrciðsla, fjármál og Félagsmálaskólinn
svo eitthvað sé nefnt.
Það er því spruning hvort hér sé rétt stefnt þegar tillit er tekið til þess aö mjög
lítill hluti ungmennafélaga hefur sinnt þessum málum eða látið þau sig varða á
einn eða annan hátt. Flnginn má skilja orð mín svo að ég sé talsmaður gegn
erlendum samskiptum, þau verðum við að hafa, þó varla meiri en fjármagn og
tími starfsfólks levfir.
Lins og flestir eflaust vita er UM FI 75 ára á þessu ári. Þess hefur verið minnst á
einn og annan hátt á árinu. Þar skal fyrst tiltaka verkefnið Lflum íslenskt er
ungmennafélagar hjóluöu kringum landiö í þágu íslenskrar framleiðslu. Svo
mikið hefur verið rætt og ritað um þetta verkefni m.a. í Skinfaxa að ég held að þaö
sé að bera í bakkafullan lækinn að rita um það langt mál nú, en aðeins minnast á
að þarna sýndi ungmennafélagshrcyfingin samtakamátt sinn og kraft með þessu
mikla átaki.
Afmælisfagnaður UMFI var haldinn í tengslum við Sambandsráðsfund. Þar
varsaman kominn stór hópur vaskra félaga, bæði ungra og gamalla forystumanna
hreyfingarinnar fyrr og nú.
Yfir þessum afmælisfagnaði sveif góður andi, þar sem bæði aldnir og ungir
félagsforystumenn hreyfingarinnar báru saman bækur sínar og blésu til nýrrar
sóknar ungmennafélagshreyfingarinnar.
Þó staða ungmennafélaganna sé sterk á íslandi í dag er aldrei ofmikið gert til að
útbreiða þá göfugu hugsjón, störf hennar og stefnu.
Því hvet ég alla ungmennafélaga til að herða róðurinn og kynna starfsemina og
fá þar með fleiri til starfa í hreyfmguna.
Við fískum ekki nema við róum
íslandi allt
V ________________________________________________________j
skinfaxi
3