Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 4

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 4
Pálmi Gíslason formaður Ungmennafélags íslands setur 23. Sambandsráðsfund UMFÍ. 23. Sambandsrððsfundur UMFÍ Laugardaginn 20. vóvember s.l. var 23. Sambandsráðsfundur UMFI haldinn í Garðaholti á Alftanesi. Mættir voru fulltrúar frá flest öllum samböndum og aðildarfélögum UMFÍ. Er þetta besta mæting á sambandsráðsfund um langan tíma. Þegar fundarmenn höfðu hresst sig á morgunkaffi og rabbað saman nokkra stund, en nokkrir höfðu komið um langan veg þá um morguninn, var geng- ið til dagskrár, sem hófst með setningarávarpi Pálma Gíslasonar formanns UMFÍ er fer hér á eftir: Góðir fundargestir. Eg býð alla fundarmenn vel- komna til þessa 23. sambandsráðs- fundar UMFÍ. Fyrir rösku ári var haldið þing að Kirkjubæjar- klaustri að loknu velheppnuðu landsmóti og miklu annaári. Það hefur oft sýnt sig að árið eftir landsmót hefur dregið úr starf- seminni. Það hefur verið slappað af eftir mikil átök. Arið í ár er þó undantekning frá þessu. Mikið hefur verið að ske hjá flestum hér- aðssamböndum og hjá heildar- samtökunum er þetta afmælisár eitt það annasamasta. Erlend samskipti hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Ungmennavika í 10 daga á Selfossi með 70 þátt- takendum. Móttaka 40 manna frá AAG, sem hérdvöldust í 16 daga, en þar vorum við að endurgjalda móttöku íþróttahóps er hélt til Arósa að loknu síðasta landsmóti. Göngudagur fjölskyldunnar var til fyrirmyndar í ár með mikilli þátttöku. Hjá nokkrum héraðs- samböndum var gengið í hverju félagi. Hæst ber þó afmælisverk- efnið „Eílum íslenskt'1. Þessi her- ferð stóð yfir í 17 daga. Það þurfti mikinn undirbúning og mikið skipulag. Nefnd varsett ímálið og skulu henni færðar þakkir og þó sérstaklega starfsmanni verkefn- isins Finni Ingólfssyni, sem sýndi mikla þrautseigju og dugnað við undirbúning og framkvæmd. Barátta ungmennafélaga fyrir því að fá fólk til að velja íslenska framleiðslu fremur en innflutta 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.