Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 8

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 8
VIÐTÖL VIÐ FORMENN Á SAMBANDSRÁÐSFUNDIUMFÍ Skinfaxi náði tali af nokkrum formönnum héraðssambanda í fundarhléi á meðan að nefndir störfuðu á Sambandsráðsfundin- um. Voru þeir fyrst beðnir að segja frá því helsta í starfinu heima í héraði og síðan voru þeir spurðir hvaða mál þeim finndist athyglis- verðast á Sambandsráðsfundinum? Sigurður Viggósson formaður HHF. Sumarið 1979 var lialdið héraðs- mót hér á sambandssvæðinu. Það var aðalkveikjan að því að Héraðs- sambandið Hrafnaflóki var end- urreist vorið 1980 á sameiginleg- um fundi félaganna á svæðinu. Þá voru Tálknfirðingar nýbúnir að stofna félag. Starfsemi sambands- ins haíði þá legið niðri í að minnsta kosti 10 ár. A þeim tíma var aðeins eitt félag starfandi á svæðinu, félagið á Patreksíirði. Fyrsta verkefni sambandsins var að halda héraðsmót í frjálsum íþróttum. Auk þess höfum við verið með sundmót og knatt- spyrnumót. Segja má að við höfum byrjað á öfugum enda, því við byrjum á því að halda mót. Nú sjáum við að við erum að missa út þessa áhuga- menn sem unnu að endurreisn- inni, því menn eldast í þessu. Aðalmálið hjá okkur í dag er að fá einhverja til að taka við. Það er því efst á blaði hjá okkur að þjálfa upp nýtt fólk og í því sambandi er fyrirhugað námskeið á vegum Fé- lagsmálaskóla UMFÍ í vor. í framhaldi af því eru svo áætluð sérnámskeið næsta haust. A veturna hefur verið æíður körfubolti á Patreksfirði af mikl- um krafti. Þetta er eini staðurinn Sigurdur Viggósson. á svæðinu sem hann erstundaður. Þeir hafa tekið þátt í Islandsmót- um í mörgum flokkum. I lýrravet- ur var sett upp skíðalyfta í fjallinu milli Patrcksfjarðar og 'I'álkna- íjarðar og gerum við ráð fyrir að það verði mjög rnikil aukning á þátttöku í skíðaíþróttum í vetur. Þessi lyfta komst ekki upp fyrr en rétt áður en snjóa leysti í íýrravor, en þar var örtröð alla daga meðan hún var opin. Um þjálfaramál er þaðhelst að segja að héraðssambandið hefur ekki ennþá verið með þjálfara á sínum snærum, en félögin hafa sjálf’ ráðið sér þjálfara. Félagið á Tálknafirði hefur verið líflegasta félagið undanfarin ár. Þeir hafa haldið uppi þjálfun í sundi og frjálsum íþróttum og hafa fengið til þess styrk frá sveitarfélaginu. Hílddælingar hafa nú í tvö sumur verið með þjálfara á launum í knattspyrnu og frjálsum íþrótt- um, sem félagasamtök á staðnum hafa styrkt ásamt sveitarfélaginu. Félagið á Patreksíirði var með þjálíára í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á fullum launum í sum- ar og greiddi sveitarfélagið laun hans að mestu leyti, en það hefur ekki áður gerst. Þá voru Patreks- fírðingar með ólaunaðan þjálfara í sundi í sumar. Aðspurður um það hvaða mál Sambandsráðsfundarins væri at- hyglisverðast, sagði Sigurður að reglugerð 18. landsmótsins og umíjöllunin um næsta landsmót höíðaði mest til sín. Við ætlum okkur að vera með á því móti, teljum að við verðum búnir að undirbúa okkur nóg til að vera með í baráttunni að einhverju lcvti. Sigurður sagðist ekki hafa áður setið Sambandsráðsfund. Þuríður Jóhannsdóttir formað- ur UMSB. Efst á baugi hjá okkur í dag eru húsnæðismálin. Við höfum aldrei haft húsnæði fyrir starfsemina, en við erum nú í þann veginn að flytja inn í herbergi okkar í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Þar verður starfsmaður sambandsins með aðstöðu og þar komutn við til með að geyma gögn sambandsins og verðlaunagripi og halda okkar 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.