Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1982, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1982, Blaðsíða 10
sem komið hefur fram á síðustu landsmótum í sambandi við þátt- tökurétt og kærur. Það var kom- inn tími til að taka á þessu máli til að koma í veg fyrir misskilning, eins og viljað hefur brenna við. Þá vil ég nefna söguritun U MFÍ, sem hlýtur að teljast stórviðburður, þar sem reynt verður að safna saman á einn stað heimildum um sögu UMFI. Eitt af þeim stóru málum sem rætt hefur verið um hér á fundinum, en heíur ekki fengið þá umfjöllun sem æskilegt væri, er afhending kennslu- skýrslna. Það virðist vera að menn geri sér ekki nægilega grein fyrir því hve þýðingarmikið það er að þessum skýrslum sé skilað inn á réttum tíma. Þetta getur verið spurning um fjárhagslega af- komu, að styrkirnir komi á til- skildum tíma til féalganna. Dóra Gunnarsdóttir varafor- maður UIA. Við höfum reynt að halda úti mikilli starfsemi fyrir yngstu ald- urshópana, þ.e. 14 ára og yngri. Við vorum með farandþjálfara í sumar, Karenu Erlu Erlingsdótt- ur, sem aðallega þjálfaði frjálsar íþróttir og í sumum félögum sá hún um mest alla þjálfun. Aðal- viðburður ársins var Sumarhátíð- in að Eiðum. Börnin sem þátt taka í þessari hátíð, bíða allt árið eftir henni. Foreldrar fjölmenna þangað með börnum sínum. A sumarhátíðinni síðastliðið sumar voru um 600 keppendur. Sumar- hátíðin hefur verið fastur liður í starfinu hjá okkur í mörg ár og komin á hana hefð. Þetta er mjög gleðirík hátíð, sem Austfirðingar fjölmenna á. Atlavíkurhátíðin, sem við héldum í sumar, tókst mjög vel og höfum við hugsað okkur að halda aftur hátíð í Atla- vík næsta sumar. Þetta er stór tekjulind fyrir sambandið, en Dóra Gunnarsdóttir. rekstur þess er mjög kostnaðar- samur. Svo hafa félögin einnig haft tekjur af Atlavíkurhátíðinni. Varðandi það sem framundan er, þá verður mikið að gera hjá okkur í mótahaldi í vetur. Við er- um búin að gera mótaskrá alveg fram í ágúst á næsta ári. Þá verður í gangi hjá okkur í vetur spurn- ingakeppni UIA, eins og undan- farna vetur. Þetta hafa verið geysilega vinsælar og (jörugar samkomur. Athyglisverðasta mál Sam- bandsráðsfundar, sagði Dóra tví- mælalaust vera tillögu Sigurjóns Bjarnasonar um að skipaður verði starfshópur sem semji tillögu til úrbóta varðandi kennslustyrki ríkisins til hreyfingarinnar. Það er skömm að því hvað við fáum orðið lítið í okkar hlut og kominn tími til að farið verði að hrófla eitthvað við þessu máli. Mér finnst fundur- inn hafa verið oflangdreginn og of stuttur tími ætlaður í nefndar- störf, sagði Dóra. Sérstaklega fannst Dóru of mikill tími hafa farið í spjall, þegar mál voru lögð fyrir fundinn. Sú umræða hefði betur farið fram í nefndunum. GÖMUL MERKI I gegn um tíðina hejur UMFI látib búa til 6 barm- merki, svo vitað sé til. Prjú ajþessum merkjum eru til í merkjasafni UMFI. Hin þrjú eru orðin mjög sjaldséð og hejur UMFI ekki enn lekist að eignast eintak ajþeim. Ólajur Jónsson í Kóþavogi, sem á mikið merkjasafn, kom á skrijstoju UMFI um daginn með myndir ajþess- um merkjum. Er honum hér meðþökkuð hugulsemin, því mikill Jengur er í því Jyrir UMFI að eiga mynd aj merkjunum, meðan ekki næst í merkin sjálj. Skinjaxi birtir hér myndir ajþessum fágœtu merkjum og beinir því um leið lil lesenda blaðsins hvort þeir viti um einhvem sem á þessi merki. Haji einhverjir hugmynd um hvarþessi merkieraðJinna ogjajnjramt hvort þauem Jol, eru þeir vinsamlega beðnir að senda línu til Ung- mennajélags Islands, Mjölnisholti 14, Reykjavík eða að hringja í síma 12546 eða 14317. Væri UMFÍ mikill Jengur íþví að vita hver afþessum merkjum eru til og hvað víða. JaJnframt væri mikilvægt ej einhver vissi eitthvað um sögu þessara merkja, t.d. hver teiknaði þau, hvenær þau voru búin til og í hve miklu uþþlagi. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.