Skinfaxi - 01.12.1982, Side 12
Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi formaður UMFÍ flytur hátíðarræðuna.
7 5 ára afmælishóf UMFÍ
I framhaldi af 23. Sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var x Garðaholti á Álftanesi 20. nóvem-
ber s.l., var efnt til samsætis í tilefni af 75 ára afmæli UMFÍ. Afmælishófið var einnig haldið í
Garðaholti um kvöldið. Til þessa afmælisfagnaðar hafði verið boðið öllum fundarmönnum Sam-
bandsráðsfundarins, fyrrverandi stjómarmönnum UMFÍ, heiðursfélögum UMFI, öllum sem hlotið
hafa gullmerki UMFI og nokkrum fleiri velunnurum. Meðal þeirra sem voru í afmælishófinu var
Ingvar Gíslason menntamálaráðherra og frú. Við þetta tækifæri sæmdi formaður UMFÍ Þorstein
Einarsson fyrrverandi íþróttafulltrúa heiðursfélagakrossi UMFÍ fyrir mikil störf í þágu hreyfingar-
innar og ber þar hæst þáttur hans í stjóm landsmótanna. Margar ræður vom fluttar og vom UMFI
færðar margar góðar gjafir. Hátíðarræðuna flutti Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi formaður
UMFÍ og fer hún hér á eftir:
Hátíðarræða Hafsteins Þorvaldssonar
Þegar við nú minnumst 75 ára
afmælis Ungmennafélags Is-
lands, verður mér í virðingu og
þökk hugsað til brautryðjend-
anna sem hófu merkið á loft,
þeirra manna sem leystu úr læð-
ingi þá lífslöngun og athafnaþrá
sem einkennt hefur störf og
stefnumið ungmennafélagshreyf-
ingarinnar alla tíð síðan.
Enda þótt fyrirmyndin hafi að
forminu til komið frá frændum
okkar Norðmönnum, bar hún
strax sér-íslenskt yfirbragð, sem á
áhrifaríkan hátt höíðaði til ís-
lenskrar æsku, enda fóru þar í
fylkingarbrjósti þekktir íþrótta-
og andans menn, sem áttu auðvelt
12
SKINFAXI