Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 22

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 22
Viðtal við Bjarna Sigurjónsson formann Sunddeildar Umf. Selfoss Nýlega barst okkur í hendur ársskýrsla Sunddeildar Umí'. Sel- foss fyrir síðastliðið starísár og í henni kemur frant að mikið starf er unnið fyrir utan hefðbundnar æfingar og mótahald. Mikið starf er innt afhendi við alls konarfjár- öflunarstarfsemi. Þá hefur einnig verið slcgið á léttari strengi í starf- inu, en bæði var f'arið í leikh ús og í útilegu í Þórsmörk. Bjarni Sigur- jónsson er nú að hefja annað starf'sár sitt sem formaður deild- arinnar. Ritstjóri Skinfaxa náði tali af Bjarna að lokinni bikar- keppninni í sundií 1. deild. Bjarni er spurður að því, livort hann sé ánægður með frammistöðu sund- liðsins í bikarkeppninni? Eg er ánægður með árangur- inn, þó ég hcfði viljað að okkur liefði gengið betur. Við urðum að vera án Þrastar Ingvarssonar, landsliðsmanns, en hann veiktist að kvöldi fyrri keppnisdagsins. Þetta kostaði okkur að minnsta kosti annað sætið. Eg er mjög ánægður með árangur I'ryggva Helgasonar, sem setti fjögur Is- landsmet í bringusundi á mótinu. Hann er að verða einn besti bringusundsmaður á Norður- löndum, en hann hef'ur dvalið í Svíþjóð í velur við nám og sund- æfingar. Þar er hann undir leið- sögn sænska landsliðsþjálfarans. Við setjum nú markið hiklaust á næstu Ólympíuleika og stefnum markvisst að því að Tryggvi kom- ist þangað. Hvemig ganga fjármálin? Við erum með árvissa tekju- stofna. I sundlauginni erum við með auglýsingaspjöld, sem fyrir- tæki auglýsa á og greiða fýrir það ákveðna ársleigu, en þessi spjöld standa allt árið. Við verðum með svokallað „5 aura sund“ í febrú- ar. Þessi fjáröflun er þannig upp- byggð, að sundfólkið syndir í 10 mínútur eins langt og það getur. Sundfólkið safnar áheitum hjá al- menningi, þar sem lof'að er að greiða 5 aura fyrir hvern metra sem syntur er á 10 mínútum. Þá erum við með flöskusöf'nun ef'tir Bjami Sigurjónsson formaður Sund- deildar Umf. Selfoss. áramótin, sem hcfur gefið vel aí sér. Við sáum um útihátíðahöld- in 17. júní í sumar sem leið og höíðum þá jafnframt sælgætis- og ölsölu, sem við höfðum vel upp úr. I haust og það sem af er í vetur höfum við séð um dyravörslu bæði í Tryggvaskálaog Hótel Sel- foss. Ungmennafélagið hef'ur haft með þetta að gera í mörg ár og hefur útfilutað þessu til deild- anna. Okkur hef'ur tekist vel að manna þessa starfsemi með for- eldrum sundfólksins. Undanfárið hefur þetta verið tvisvar í viku, enda hafa verið af þessu ágætar tekjur. Hvað er það helsta sem er framundan? Við höfum áætlað að fara með sundfólkið í sumarbúðir í ágúst á næsta ári, sennilega til Spánar. Fyrir þremur árum var farið með sundfólkið í svona sumarbúðir, og þá til Spánar og gafst það vel. Þeir sem koma til með að eiga kost a því að fara með eru þeir sem æfá i fyrsta og öðrum flokki. Eins og ég var búinn að tíunda eru ýmsar fjáraflanir í gangi. Við stefnum að því að við verðum búin að fjár- magna þessa ferð, þegar kemur að henni. IS Sundlid HSK í bikarkeppninni. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.