Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 24

Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 24
VIÐTAL VIÐ Aðalstein Kristjánsson FORMANN SUNDDEILDAR UMFB Dagana 12.-14. nóv. var Bikar- keppni SSI í 2. deild haldin í Sundhöll Hafnarfjarðar. Par var mætt til leiks sundlið Umf. Bol- ungarvíkur. Liðið stóð sig frábær- lega vel, en tókst samt ekki að sigra, lenti í 2. sæti næsta á eftir Sundfélagi Hafnaríjarðar. Sund- lið Umf. Bolungarvíkur er mjög ungt, en jafnframt mjög sterkt. Liðið hefur vakið mikla athygli og segja má að það sé eitt af bestu félagsliðum landsins í sundi. Rit- stjóri Skinfaxa notaði tækifæriðog ræddi við Aðalstein Kristjánsson, sem verið hefur formaðurdeildar- innar síðan 1979. Hann er spurð- ur hvernig aðstaða sé til sund- æfinga í Bolungarvík? Tekin var í notkun ný inni- sundlaug, 16 2/3 m löng, snemma á árinu 1977. Þá hófst strax sund- kennsla á vegum skólans, en áður höíðu börnin verið send á sund- námskeið til ísafjarðar á vorin. Síðan hófust fljótlega sundæfing- ar á vegum UMFB. Frumkvæði að því höfðu Guðmunda O. Jónasdóttir og Kristján L. Möller. Kristján var þá íþrótta- kennari á staðnum og varð fyrsti þjálfara liðsins. Guðmunda hef'ur síðan leit' liðið allan tímann og verið aðstoðarþjálfari og er í dag aðalþjálfari. Iþróttakennarar á staðnum hafa alltaf veirð boðnir og búnir til að aðstoða við þjálfun liðsins. Haustið 1980 tók Auðunn Eiríksson við þjálfun liðsins og þjálfaði það þar til nú í haust er hann fór í íþróttakcnnaraskólann. Adalsteinn Kristjánsson formaður Sunddeildar UMFB. Þegar Auðunn tók við liðinu hafði sundfólkið stundað æfingar í tvö ár og var því búið að ná undir- stöðunni. Undir stjórn Auðuns má segja að liðið hafi náð því að verða keppnislið, enda var hann mjög ötull við að senda liðið á tnót til keppni. Hver hafa verið helstu verkefnin? Fyrsta mótið utan heimahéraðs sem sundfólkið keppti á var Landsmótið á Akureyri í fyrra, en þar lenti liðið í 5. sæti í sund- keppninni og félagið varð í 10. sæti í heildarstigakeppninni og voru þau stig eingöngu fyrir sund og skák. I bikarkeppninni í fyrra í 2. deild sem var í Sundhöllinni í Reykjavík, náðum við 3. sætinu. Við höfum tvisvar tekið þátt í ald- ursflokkamóti 16 ára og yngri. A Siglufirði í fyrra urðum við í >• sæti. Nú í sumar varaldursflokka- mótið haldið á Akureyri. Þar náð- um við öðru sætinu, en Sundfélag- ið Ægir sigraði. Hvemig standa fjármál- in? Ferðakostnaður er geysilega mikill, því alltaf er um langan veg að fara þegar farið er á sundmót. Það er rétt að það komi fram, að við komum ekki til með að fá hing- að opinber sundmót, þar sem sundlaugin okkar er of lítil. Við höfum verið með ýmsar fjáraflan- ir. I fyrra úthlutaði félagið sund- deildinni Landshappdrætti UMFI. Sala á happdrættismið- um gekk þá vel. Við höfum verið með kökubasara. Fyrir viku síðan vorum við með kökubasar og þá seldurst kökurnar á 4 mínútum. Nú erum við að fara af stað með skyndihappdrætti, þar sem búið verður að draga áður en sala hefst, þ.e.a.s. að kaupandi happ- drættismiðans getur strax séð hvort hann hefur fengið vinning. Okkur gengur vel með fjáraflanir, því velvilji í okkar garð er mikill hér í Bolungarvík. Sem dæmi um þann velvilja, sem okkur er sýnd- ur, get ég nefnt það að í fyrra gaf faðir einnar sundkonunnar tvö tonn af rækju, en hann er sjálfur rækjusjómaður. Hvað er framundan? Við ætlum okkur stóran hlut i 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.