Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Síða 6

Skinfaxi - 01.04.1983, Síða 6
samþykktar um starfið fram- undan s.s. varðandi fjármál og var m.a. samþykkt að koma á þriggja manna fjáröflunar- nefnd. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár hljóðaði uppá 321 þús. kr. í íþróttamálum voru samþykktar tillögur varðandi Landsmót, um að kanna svæði og aðstæður vegna skíðaað- stöðu, héraðsmót í fleiri greinum og um þátttöku í keppni utan héraðs. Frá alls- herjarnefnd voru samþykktar tillögur um félagsmálanám- skeið, útbreiðslu Skinfaxa, um fréttabréf, ungmennabúðir og fleiri merk mál. Björn Sigurbjömsson var við þetta tækifæri sæmdur starfs- merki UMFÍ, en hann hefur þá einsæðu sögu að baki að hafa verið formaður þriggja hér- aðssambanda, og því lengi og víða lagt ungmennafélags- hreyfingunni lið. í heild var þetta bjartsýnt og ánægjulegt þing og mikið um umræður og skoðanaskipti, m.a. urðu talsverðar umræður um hlut USAFi í félagsheimil- inu á Blönduósi. A þinginu var auk skýrslu stjórnar lögð fram afrekaskrá USAFI 1982 í frjálsum íþróttum og sundi. Björn Sigurbjömsson var endurkjörinn formaður sam- bandsins. Bjöm Sigurbjömsson flytur skýrslu stjómar á þingi USAH. Þing USAH. 66. þing USAH var háð að Húnaveri 26. febrúars.l. Af hálfu UMFÍ sóttu þeir Sigurður Geirdal og Guðjón Ingimundarson þingið, en Jón Armann Héðinsson kom frá ÍSÍ. Bjöm Sigurbjömsson for- maður USAH setti þingið og flutti skýrslu stjómar. Starf USAH er greinilega á uppleið samkvæmt skýrslu Bjöms bæði íþrótta- og félagsstarf. Stjómin hélt 11 fundi á árinu auk fundar með stjórnum félaganna, en auk þess störfuðu fjölmargar starfsnefndir að einstöku málum á vegum sambartdsins. USAH vann sigur í 3ju deildar- keppni FRÍ og nú virðist sundið vera á uppleið og var USAH m.a. með þátttakendur í þrem sundmótum auk héraðsmóta í sundi fullorðinna og unglinga. Þingstörf gengu vel og vom margar gagnmerkar tillögur Hluti fulltrúa á þingi USAH. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.