Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 16
SAGA UMFÍ. Gunnar Kristjánsson tekinn tali. Vinna við ritun á sögu UMFÍ í 75 ár hefur nú staðið yfirfrá því snemma árs 1981 er Gunnar Kristjánsson á Selfossi tók að sér það verk. Ætlunin var að verkið yrði tilbúið til útgáfu á afmælisári UMFÍ1982, en vegna þess hve umfang þessa verkefnis reyndistað mun, meira en ráð var fyrirgert í upphafi hefur útgáfunni seinkað nokkuð. Skinfaxa fýsti aðfregna afstöðu mála og tókstað króa ritstjórann Gunnar Kristjánsson affyrir skömmu er hann var á ferðinni hér í höfuðstöðvunum. Hvað er að frétta af sögu- rituninni? Það má nú segja að eftir atvikum sé allt gott að frétta. Verkinu hefur miðað þokkalega áfram í vetur enda hefur þetta verið mitt aðalstarf nú í bráðum eitt ár. Ég hef nú lokið við að skrifa þá kafla bókarinnar sem ég skrifa sjálfur, sem eru allir nema einn, en um hann annast þeir Pálmi Gíslason og Sigurður Geirdal. Eftir er síðan að yfir- fara og leiðrétta einstaka kafla Gunnar Krístjánsson. með tilliti til þess sem komið hefur upp við ritvinnuna. Eftir er að velja myndir, en meiningin er að myndskreyta verkið ríkulega. Það verður veruleg vinna að finna og velja heppilegar myndir. Hvað hefur tafið verkið mest? Ég held að verkið sem slíkt hafi á vissan hátt verið van- metið í upphafi, þ.e. tími sem ætlaður var til þess að leysa það af hendi, enda renndu menn til- tölulega blint í sjóinn. Það var glettilega tímafrekt að finna til heimildir og sumar hverjar hafa verið að berast fram á þennan dag s.s. skýrsla um starf UMFÍ 1908 -1911, sem ég hafði uppá í byggðasafni Isafjarðar, eftir ýmsum krókaleiðum. Þá fór glettilega langur tími í að lesa yfir þau gögn sem maður fékk í hendur s.s. allar þær funda- og þinggerðir sem til eru, frá upphafi og fram á þennan dag. Punkta niður þau atriði í þeim sem skiptu máli, flokka þau síðan og koma inn á spjaldskrá. Svona mætti lengi telja, en það er ekki rétt að vera að tíunda það frekar. Það sem skiptir máli er að þessu verki hefur nú miðað á þann veg sem ég nefndi hér að framan. Hvemig byggir þú þá verkið upp? I stuttu máli má segja að tekin hafi verið upp sú stefna að gera í þessu verki sögu UMFÍ sem heildarsamtaka skil. Að ætla sér að fjalla um öll héraðssambönd og störf þeirra hvers um sig kom ekki til greina, því það hefði þýtt þrjátíu ára vinnu eða svo. Bókinni skipti ég síðan í kafla þar sem fjallað er um hin einstöku verkefni, ýmist tíma- bundin eða þau sem verið hafa viðvarandi í starfseminni um lengri tíma. Mitt markmið með þessari framsetningu er að hafa tiltæk á einum stað á aðgengilegan máta, allar nauðsynlegustu upplýsingar um einstaka þætti í starfinu, upphaf þeirra og þróun. Hvortsvo tekisthefurað ná þessu markmiði verða síðan aðrir að dæma um. 16

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.