Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 4

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 4
Fréttir af þingum Þing USVH. Ársþing USVH var haldið í Félagsheimilinu Hvammstanga laugardaginn 30. apríl. For- maður sambandsins, Páll Sig- urðsson, setti þingið og skipaði Gunnar Sæmundsson þing- forseta. Formaður flutti skýrslu stjóm- ar, en þar kom fram að starfsemi sambandsins hefur verið öflug á síðastliðnu ári. íþróttastarfið hefur verið blóm- legt og ber þar líklega hæst árangur frjálsíþróttafólksins í Bikarkeppni FRÍ, en þau urðu í öðm sæti í 3. deild og unnu sér þar meó rétt til að keppa í 2. deild í sumar. Ný sundlaug var vígð á Hvammstanga í fyrra haust og hefur sundstarfið hjá sambandinu þegar tekið kipp. í skýrslunni kom fram að ritið Húni er komið út og að spum- ingakeppnin hefur gengið vel að vanda, þó hafði ekki tekist að halda úrslitakeppnina, þegar þingið var haldið, vegna veðurs og ófærðar. Á þinginu vom gerðar marg- ar ályktanir og samþykktir um starfið framundan, m.a. um áframhaldandi útgáfu á Húna, um áframhald á spuminga- keppninni og að koma á sumar- búðum fyrir böm. Gestir þingsins vom Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, Guðjón Ingimundarson, vara- Frá þingi USVH. Páll Sigurðsson formaður í ræðustól. formaður UMFÍ, og Ingólfur A. Steindórsson, ritstjóri Skin- faxa, sem allir fluttu ávörp á þinginu. Pálmi Gíslason sæmdi Sigurð P. Björnsson starfsmerki UMFI, en Sigurður hefur verið einn ötulasti forystumaður sam- bandsins undanfarin ár og var m.a. formaður um árabil. Hann er nú á fömm af sambands- svæðinu og flytur til Reykja- víkur. Mæting á þingið var góð. Fulltrúar vom mættir frá öllum starfandi félögunum fjómm á svæðinu. Stjóm sambandsins skipa nú: Páll Sigurdsson Kormáki, fortnaður Steinbjöm Tryggvason Vt'ði, varaformaður Lilja Steindórsdóttir Gretti, ritari Hrólfur Egilsson Kormáki, gjaldkeri Kristján ísfeld Dagsbrún, meðstjómandi. IS Pálmi Gíslason formaður UMFÍ afhendir Sigurði P. Bjömssyni starfsmerki UMFÍ. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.