Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 21

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 21
Heimsókn í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Þriðjudaginn 3. maí fór undirritaður ásamt Skúla Oddssyni austur að Laugarvatni til að kynna starfsemi UMFÍ fyrir nemendum íþróttakennaraskólans. Skólastjórinn, Ami Guð- mundsson, tók á móti okkur félögunum. í umræðum viðÁma komfram að nemendurem teknir inn ískólann annað hvert ár ogsömuleiðis útskrifaðir annað hvertár. Nemendumir sem nú em í skólanum em að Ijúka sínum fyrrí vetrí. Þeir em 50 talsins og telur Ámi það vera of margt miðað við það húsnæði og starfslið sem fyrír er. Nemendumir vom nýbúnir í skríflegum prófum, en sá háttur hefur veríð tekinn upp í seinni tíð að Ijúka að mestu prófum í bóklegum greinum snemma og nota voríð meira í verklegargreinar. Við kynntum fyrir nemendunum starfsemi UMFÍ og svömðum spumingum þeirra um þau atríði sem þau vildu fá skýríngar á. Margir nemendanna em ungmennafélagar víðs vegar að af landinu og kunnugir starfi ungmennafélaganna. Við notuðum tækifæríð og ræddum við fjóra nemendur ogfer hér á eftir það helsta sem fram kom í viðtölum við þau. IngólfurA. Steindórsson. Erla Gunnarsdóttir, Selfossi. Erla er stúdent frá Laugar- vatni. Hún er félagi í Umf. Selfoss og hefur starfað þar bæði með frjálsíþrótta- og sunddeildinni. Erla hefur verið keppandi á þremur síðustu landsmótum bæði í sundi og frjálsum íþróttum. Hennarbestu greinar í frjálsum eru millivegalengda- hlaupin og í sundi er besta greinin hennar flugsund. Hún varð í 2. sæti í 100 metra flugsundi á landsmótinu á Akureyri. Hún segir að mark- miðið hin seinni ár sé ekki að ná sérstökum afreksárangri í íþróttum heldur að kynnast sem flestum greinum íþrótta og hér er besti staðurinn til þess. Hún sagðist hafa ákveðið þegar hún var mjög ung að reyna að komast í íþróttakennaraskól- ann og áhuginn dofnaði ekkert þegar hún varð fullorðin, enda segist hún vera mjög ánægð að hafa fengið skólavist. Erlu líkar mjög vel í skólanum, umhverfið er skemmtilegt og gefur mikla möguleika til útivistar. Hún segist vera farin að líta á Laugarvatn sem sitt annað heimili, þar sem þetta er fimmti veturinn hennar á staðnum. Erla er búin að fá starf sem leiðbeinandi við íþróttamið- stöðina á Selfossi í sumar. Hún stefnir að því að starfa við íþróttakennslu í framtíðinni og segist vona að hún fái starf við það þegar hún lýkur skóla. Mér finnst ómetanlegt að hafa farið að stunda íþróttir og þar með lent í þeim félagsskap sem er í kring um íþróttastarfið. Það sem heldur manni að þeim félagsskap, er að alltaf er eitt- hvað til að keppa að, segir Erla að lokum. IS ■ SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.