Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 8

Skinfaxi - 01.06.1983, Side 8
skipa nú: Geir Þorsteinsson Hvöt, Asmundur Gíslason Mána, Björn Júlíusson Sindra, Páll Helgason Val, Lúsía Guð- mundsdóttir Val. Framkvæmd- astjóri og þjálfari USÚ er Svava Arnórsdóttir og ferðast hún á milli aðildarfélaganna og þjálfar ungt og mjög efnilegt íþróttafólk USÚ af mikilli röggsemi. SO Þing HVÍ. 69. héraðsþing HVÍ var haldið á Flateyri 29. maí. Mæting á þingið var sæmileg. Pó sést að nokkur deyfð er yfir einstaka félagi. Þingið gekk bæði fljótt og vel. Alyktanir voru margar og góðar og báru svip af starfi síðastliðins árs. Hilmar Pálsson var ráðinn framkvæmdastjóri sambands- ins frá miðjum maí og fram í lok ágúst. Helstu verkefni sumars- ins eru unglingamót HVÍ, 3 að tölu, héraðsmót 9. - 10. júlí að Núpi o.g sumarbúðir að Núpi 25. júní - 7. júlí í tvennu lagi. Allsherjamefnd að störfum á þingi HVÍ. Ákveðið var að hefja vallar- framkvæmdir að Núpi í sumar og leggja töluverða áherslu á það. Einnig var ákveðið að reyna að taka þátt í sem flestum mótum utan héraðs. Stjórn HVI var endurkjörin svo og vara- stjórn, að einni breytingu und- anskilinni, nýr varaformaður var kjörinn, Anna Bjarnadóttir. HP Þing USVS. 14. sambandsþing USVS var háð á Kirkjubæjarklaustri 30. apríl sl. Vigfús Helgason for- maður USVS setti þingið og flutti skýrslu stjórnar sem einnig var fjölrituð í gögnum þingfulltrúa. Starf USVS var að mörgu leyti gott á sl. starfsári og óvenju fjölbreytt, mörg mót voru haldin á vegum sambandsins og það annaðist 3ju deildar keppni FRÍ. Þá stóð USVS vel að framkvæmd göngudags, Eflum íslenskt, trimmdags og öðrum slíkum sameiginlegum verkefnum. Pá rná nefna að leiklistin er vaxandi þáttur í starfi félaga USVS og svo mætti lengi telja. Framkvæmda- stjóri USVS sl. sumar var Arnar Bjarnason. Eitt nýtt félag bættist í starfið hjá USVS á sl. ári, en það var Umf. Meðallendinga, en starf þess hafði legið niðri um árabil. Á þingið mættu fulltrúar frá fjórum félögum alls um 20 full- trúar og gengu þingstörf vel, undir öruggri stjórn Kjartans Magnússonar. Frá nefndum komu svo mál til umfjöllunar og afgreiðslu s.s. landsmótsmál, en þingið kaus nefnd til að annast undirbúning í næsta landsmóti og ætlar USVS að auka verulega hlut sinn frá síðasta móti og stefnir nú að þátttöku í 6 keppnisgreinum. Allsherjarnefnd flutti tillögur um kynningar og fræðslustarf um leiklist í héraðinu, urn Skinfaxa, göngudaginn ofl. Pá voru íþróttir, þátttaka í mótum og mótaskrá auðvitað stórþáttur í störfum þingsins, en öll þessi mál tókst að leiða til lykta með mestu prýði. Emil Hjartar rifjar upp gamlar minningar. Hann á 30 ára keppnisafmæli á næsta héraðsmóti HVÍ. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.