Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 22
Helga Kristín Unnarsdóttir,
Eskifirði.
Helga er stúdent frá Mennta-
skólanum á Egilsstöðum. Hún
er félagi í Austra og hefur
stundað frjálsar íþróttir, sund
og handknattleik. Helga keppti
í sundi á landsmótinu á Akra-
nesi 1975. Hún hefur leikið
handknattleik með Austra og
m.a. keppti hún í íslandsmóti
utanhúss árið 1977 og urðu þá í
þriðja sæti. Síðan árið 1978
hefur Helga eingöngu æft frjáls-
ar íþróttir og keppt í þeim fyrir
UÍA og vakið athygli fyrir
góðan árangur. Hennar aðal
greinar eru kúluvarp, þar sem
hún hefur lengst kastað 12,22 m
og kringlukast, en kringlunni
hefur hún kastað 37,66 m. Þetta
hvorttveggja eru héraðsmet,
enda er Helga í fremstu röð
kastara á landinu. Aðspurð
segist Helga ekki æfa spjótkast,
en keppir í því þegar UIA þarf á
því að halda.
Síðan Helga fór að stunda
íþróttir, hefur hún alltaf stefnt
að því að komast í íþrótta-
kennaraskólann. Ahuginn
hefur aukist með hverju árinu,
eftir því sem hún stundaði
lengur íþróttir. Meðan hún var í
M.E. ákvað hún að reyna að fá
sér sumarstarf við íþrótta-
kennslu til að komast að því
hvort það hentaði henni. ,,Ég
fékk sumarstarf hjá Umf-
Hrafnkeli Freysgoða á Breið-
dalsvík við frjálsíþróttaþjálfun
og leikjanámskeið fyrir böm.
Ég hef mikla ánægju af að starfa
við þetta." segir Helga.
Helga kann vel við sig í skól-
anum, en hún hafði ímyndað
sér að námið yrði öðmvísi en
það er. Hér fær maður góða
undirstöðumenntun til að geta
síðar miðlað öðmm.
Helga er búin að fá starf í
sumar hjá Austra við frjáls-
íþróttaþjálfun. Hún stefnir að
því að geta æft upp á Egils-
stöðum í sumar undir leiðsögn
Hreins Halldórssonar og Helgu
Alfreðsdóttur. Helga segist vera
mjög þakklát nöfnu sinrii
Alfreðsdóttur fyrir leiðbein-
ingu og annan stuðning á
undanfömum ámm. /S
Guðmundur Sigurðsson,
Ólafsfirði.
Guðmundur var í Mennta-
skólanum á Akureyri áður en
hann kom í ÍKÍ. Hann er félagi í
Umf. Reyni á Árskógsströnd.
Guðmundur æfði knattspymu
og lék með Leiftri á Ólafsfirði
þar til árið 1980 að hann fór að
æfa frjálsar íþróttir. Síðan hefur
hann æft sem millivegalengd-
arhlaupari og vakið athygli í
þeim greinum fyrir góðan
árangur. Hann stefnir nú að því
að æfa langstökk og þrístökk
sem aðalgreinar.
Á innanhússmeistaramótinu í
vetur sigraði hann í þrístökki,
stökk 14,54 m og varð fjórði í
langstökki, stökk 6.99 m.
Guðmundur er annars mjög
fjölhæfur frjálsíþróttamaður,
hann sigraði m.a. í níu greinum
auk boðhlaupa á héraðsmóti
UMSE síðastliðið sumar.
Guðmundur segist hafa haft
áhuga á að fara í ÍKÍ þegar hann
var yngri, en orðið afhuga því í
menntaskóla. í fyrravetur var
hann fimm mánuði í Banda-
ríkjunum og fékk þá áhugann
aftur og sótti um skólann. Hann
segir skólann vera mjög líkan
því sem hann hafi reynt að gera
sér í hugarlund.
Guðmundur stefnir að því að
æfa áfram frjálsar íþróttir og
bæta árangur sinn frá því sem
hann nú er. Hann er ákveðinn í
því að reyna að fá starf við
íþróttakennslu og þjálfun eftir
að hann hefur lokið skólanum.
í sumar verður Guðmundur
starfsmaður hjá UMSS og
verður þar m.a. þjálfari í
frjálsum íþróttum og sundi.
IS
22
SKINFAXI