Skinfaxi - 01.06.1983, Side 24
Svava Amórsdóttir,
framkvæmdastjóri USÚ tekin tali.
Skinfaxi hitti nýlega Svövu
Amórsdóttur, framkvæmda-
stjóra og frjálsíþróttaþjálfara
USÚ og bað hana að segjafrá því
helsta sem er framundan hjá
sambandinu og hvemig starfi
hennar verður háttað í sumar.
Ég verö með 11 æfingar á viku
í félögunum, þ.e. að það verða 2
æfingar hjá hverju félagi, nema
Umf. Oræfa, þar verður ein
æfing á viku. Sjöunda félagið í
sambandinu er Golfklúbbur
Hafnar, sem eðli málsins sam-
kvæmt er ekki með frjálsar
íþróttir á stefnuskrá. Þessu
starfi fylgir mikill akstur, en ég
hef skipulagt starfið þannig að
það er mjög hagkvæmt. Ég gisti
t.d. hjá systur minni á Hala í
Suðursveit í 2 nætur í hverri
viku til að hafa þetta sem hag-
kvæmast.
Arsþing USU verður laugar-
daginn 11. júní og þar verður
mótaskrá sumarsins ákveðin.
Það kemur í minn hlut að stjóma
undirbúningi móta í sumar.
Ég reikna með að öll félögin á
sambandssvæðinu verði með
göngur á göngudaginn. Undan-
farið hefur verið unnið að út-
gáfu afmælisrits, en sambandið
varð 50 ára á sl. ári. Rit þetta
verður í bókarformi og er það
væntanlegt úr prentun fljótlega.
Á sumrin höfum við gefið út
fréttabréf, sem við höfum sent
inn á hvert heimili á sambands-
svæðinu. Nú er uppi hugmynd
um það að USU fái pláss í
vikublaði sem gefið er út á Höfn
og hefur verið gefið út í nokkra
mánuði. Við emm búin að fá
leyfi fyrir 2 dansleikjum í
sumar, sem ég reikna með að við
nýtum okkur til að reyna að
hressa upp á fjárhaginn. Við
höfum undanfarið verið að afla
fjár með fisksölu. Við kaupum
fiskinn beint úr bátnum og
keyrum út um sveitir og seljum
hann þar. Þetta hefur gefist vel,
fólk verið ánægt að fá glænýjan
fisk og við haft nokkum hagnað
Það nýjasta frá
DUPLO
fyrir böm frá
3ja mán.
LEGO
24
SKINFAXJ