Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1983, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.06.1983, Qupperneq 5
Þing UMSE. Frá þingi UMSE. Ársþing UMSE var haldið í Hrafnagilsskóla 9. og 10. apríl. Á þinginu var lagt fram vandað ársrit um starfsemi sambands- ins árin 1981 og 82. í ritinu er starfsskýrsla sambandsins fyrir baeði árin, skýrslur frá starfi félaganna, skrá yfir bestu frjáls- íþróttaafrek unnin á þessum tveimur árum, afrekaskrá UMSE í frjálsum íþróttum og fleira er í ritinu. Á þinginu voru einnig lagðir fram reikningar sambandsins og endanlegt uppgjör á 17. landsmótinu. Mæting þingfulltrúa var rnjög góð og voru fulltrúar frá öllum aðildarfélögunum. Þingforsetar voru kosnir Oskar Gunnarsson og Daníel Bjöms- son, en þingritarar Víkingur Guðmundsson, Sveinn Sig- mundsson og Hannes Gunn- laugsson. Gestir þingsins mættu seinni daginn, en fyrri daginn vom þeir á þingi hjá HSÞ. Frá UMFÍ voru mættir Skúli Oddsson og Ingólfur A. Steindórsson og frá ISÍ þeir Sveinn Bjömsson og Jon Ármann Héðinsson. Á þinginu var samþykkt reglugerð fyrir Framkvæmda- sjóð UMSE, en stofnfé hans er hagnaður af 17. landsmótinu. Þá vom gerðar samþykktir um að vinna betur að félagsmála- fræðslu, að ráðinn verði fram- kvæmdastjóri, áskomn um að hraðað verði uppbyggingu í'þróttamannvirkja og margar viðamiklar samþykktir um íþróttastarfið. f kaffisamsæti í lok þingsins fóru fram verðlaunaafhend- ingar. íþróttamaður UMSE 1982 var Sigurður Matthíasson, Umf. Svarfdæla. Sjóvábikarinn var afhentur fyrir flest stig ■ unnin á mótum sambandsins og hlaut hann Umf. Reynir. Félagsmálabikarinn fékk að þessu sinni Skíðafélag Dal- víkur. Aðalfundur UMFN. Aðalfundur UMFN var hald- inn í félagsheimilinu Stapa fimmtudaginn 2. júní. Fundur- inn var haldinn með sama sniði og undanfarin ár, farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og að því loknu voru teknar fyrir skýrslur hinna ýmsu deilda innan UMFN. íþróttamaður UMFN 1982 var kosinn Eðvarð Þ. Eðvarðsson sundmaður, en hann stóð sig Skúli Oddsson sæmdi Vil- hjálm Bjömsson starfsmerki UMFÍ, en Vilhjálmur hefur um árabil verið varaformaður UMSE. Hann baðst nú undan endurkjöri í stjóm. Gísli Pálsson var endurkjör- inn formaður sambandsins. IS mjög vel á sl. ári og setti mörg ný íslandsmet og er því vel að þessum titli kominn. Var honum afhentur skjöldur til geymslu í eitt ár ásamt bikar og verðlaunapeningi til eignar. Miklar umræður urðu um Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Keflavík og Njarðvík á næsta ári. Oddgeir Karlsson, formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hefur verið formaður í þrjú ár. Formaður var kosinn Jón Halldórsson. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.